Andri Janusson og Guðjón Lýðsson til Hauka

Í gærkvöldi skrifuðu knattspyrnumennirnir Andri Janusson og Guðjón Pétur Lýðsson undir tveggja ára samning við Hauka en þeir báðir koma til Hauka frá Álftanesi. Þeir þekkja hinsvegar vel til hjá Haukum en þeir spiluðu síðast með liðinu fyrir þremur árum í 1.deildinni, tímabilið sem Haukar féllu í 2.deild.

Andri Janusson er fæddur árið 1986 og leikur oftar en ekki sem framherji, hann lék tvö tímabil með Haukum áður en hann fór til Álftanes en hann eins og Guðjón Pétur eru uppaldir á Álftanesi. Í sumar lék Andri 15 leiki í 3.deildinni og skoraði 20 mörk.

 

Guðjón Pétur er einu ári yngri en Andri, fæddur árið 1987. Hann lék sinn fyrsta meisaraflokksleik fyrir Hauka árið 2006 en það tímabil lék hann 15 leiki með Haukum og skoraði í þeim leikjum eitt mark. Hann skipti síðan yfir í Breiðablik en lék einungis einn leik í Landsbankadeildinni með Blikum og skipti yfir í Stjörnuna og lék átta leiki þar í 1.deildinni. Í sumar lék hann svo með Stjörnunni en kláraði tímabilið með Álftanesi og spilaði þar sjö leiki og skoraði fjögur mörk.

 

Bæði Andri og Guðjón hafa leikið síðustu tvo æfingaleiki með Haukum, gegn Þrótt og HK. Báðar hafa þeir komið sterkir inn í liðið og lofa þeir góðu, Andri lék báða leikina frammi en Guðjón á miðri miðjunni.

 

Við bjóðum þá velkomna aftur í Hauka.