Haukastelpur fá Gróttu í heimsókn

Ramune átti stórleik gegn FHÍ kvöld klukkan 18:30 munu Haukastelpur taka á móti Gróttustelpum í N1 deild kvenna. Fyrir leikinn eru Haukastelpur í 2. sæti deildarinnar og Grótta í því sjöunda. Fyrirfram má því búast við Haukasigri en aldrei má afskrifa Gróttustelpur sem stóðu svo sannarlega í Haukastelpum í fyrsta leik liðanna á Ásvöllum í haust.

Liðin hafa tvisvar sinnum mæst í vetur og í bæði skiptin hafa Haukastelpur farið með sigur af hólmi. Í fyrri leik liðanna stríddu Gróttustelpur Haukastelpunum þó mikið en leikurinn endaði með þriggja marka sigri, 31 – 28. Þetta var í annarri umferð deildarinnar og var leikið 27. september. Hanna Guðrún Stefánsdóttir átti stórleik og skoraði 11 mörk í leiknum en Ramune, sem í flestu leikjum Hauka hefur verið markahæst ásamt Hönnu, skoraði aðeins 3 mörk. Í liði Gróttu var það Eva Björk Hlöðversdóttir sem var atkvæðamest með 9 mörk.

Síðari leikur liðanna fór fram 6. desember og var þá lið Gróttu minni fyrirstaða en í fyrri leik liðanna. Haukastelpur fögnuði þá 19 marka sigri, 18 – 37 en í leiknum skoraði Hanna Guðrún 11 mörk eins og í þeim fyrri. Það sem munaði á leikjunum tveimur var sennilega að Ramune skoraði 10 mörk í síðari leiknum og var næstmarkahæst. Hjá Gróttu var það Laufey Ásta Guðmundsdóttir sem var markahæst með 5 mörk.

Eins og áður segir hefst leikurinn 18:30 og fer fram á Ásvöllum. Við hvetjum Haukafólk til að fjölmenna á völlinn og hvetja stelpurnar til sigur.