Naumt tap fyrir Hrunamönnum

Haukar töpuðu fyrir Hrunamönnum í kvöld í hörkuleik 75-78 á Ásvöllum.

Leikurinn var í járnum allan tímann og liðin skiptust á að hafa forystuna þó Haukar höfðu ávallt frumkvæðið í leiknum.

Á lokasprettinum reyndust gestirnir sterkari en þeir voru baneitraðir á vítalínunni og kláruðu leikinn þar. Svavar Geir Pálmarsson innsiglaði sigurinn fyrir Hrunamenn þegar hann setti tvö vítaskot ofaní þegar um sex sekúndur voru eftir. Haukar keyrðu upp völlinn og freistuðu þess að jafna með löngu þriggja-stiga skoti en það geigaði og gestirnir höfðu betur.

Stigahæstur hjá Haukum í kvöld var Kristinn Jónasson með 18 stig og næstur honum var George Byrd með 17 stig og 21 fráköst.

Eftir leiki kvöldsins í 1. deildinni eru Haukar í 3. sæti með 14 stig eins og KFÍ. Valsmenn eru í 2. sæti með 16 stig og Hamar eru á toppnum með 22 stig.

Næsti leikur Hauka er gegn Laugarvatni miðvikudaginn 4. febrúar.

Mynd: George Byrd var með 17 stig og ótrúleg 21 fráköst í leiknum í kvöld. Hann varði einnig fimm skotarnarm@haukar.is