Haukar – Afturelding í Kórnum á morgun

HaukarMeistaraflokkur karla í knattspyrnu mun leika sinn fjórða æfingarleik á morgun, laugardag í Kórnum í Kópavogi þegar þeir mæta nýliðum 1.deildar Aftureldingu. Leikurinn hefst klukkan 16:30.

Undanfarna laugardaga hafa Haukar spilað gegn Stjörnunni, Þrótt og HK. Haukar hafa farið með sigur af hólmi úr einum leiknum gegn Þrótti en tapað leikjunum gegn Stjörnunni og HK naumlega.

Eins og fyrr segir hefst leikurinn á morgun klukkan 16:30 og er um að gera fyrir Haukamenn að fylgjast með liðinu spila en eins og greint var frá því í vikunni gengu til liðs við félagið tveir fyrrum leikmenn Hauka, þeir Andri Janusson og Guðjón Pétur Lýðsson en þeir hafa leikið með liðinu í síðustu tveimur æfingarleikjum og staðið fyrir sínu en til að mynda skoraði Guðjón í síðasta leik gegn HK.

Haukaliðið er mest megnis byggt á Haukastrákum þó að það megi finna reynslubolta inn á milli. Nokkuð hefur verið um meiðsli í hópnum, Ásgeir Þór Ingólfsson og Hilmar Geir Eiðsson gátu ekki spilað síðasta leik og þá fór Þórhallur Dan Jóhannsson meiddur af velli í þeim leik.

Eftir tæpan mánuð hefst síðan Deildarbikinn en þar eru Haukar með FH, ÍA, Þrótt Reykjavík, Víking Ólafsvík og ÍBV.