Haukar á topp N1 deildar karla

Kári Kristján KristjánssonÍ kvöld heimsóttu Haukamenn leikmenn Fram í toppslag N1 deildar karla. Fyrir leikinn voru liðin jöfn í tveimur efstu sætum deildarinnar með 16 stig en Fram var ofar þar sem liðið vann fyrri leik liðanna á Ásvöllum, 27 – 20. Leikurinn í kvöld var algjör andstæða þess leiks en Haukar höfðu yfirhöndina frá fyrstu mínútu og Framarar sáu aldrei til sólar. Haukar náðu strax góðu forskoti sem þeir létu aldrei af hendi, voru yfir 16 – 7 í hálfleik og sigruðu að lokum með 10 mörkum, 30 – 20. Haukar skelltu sér þar með á topp deildarinnar með 18 stig.

 

Haukar náðu strax góðu forskoti og staðan var 5 – 1 þegar 10 mínútur voru liðnar. Haukar juku forskotið fram að leikhléi og náðu 7 marka forskoti áður en Viggó, þjálfari Fram, tók leikhlé, 11 – 4. Það leikhlé dugði að vísu ekkert því Haukar náðu að auka forskotið fyrir leikhlé í 9 mörk, 16 – 7.

 

Í síðari hálfleik var sami leikurinn upp á spilunum. Haukar héldu forskotinu og hleyptu Frömurum aldrei nær en 7 mörk, 17 – 10. Leikurinn endaði svo með 10 marka sigri, 30 – 20, og eins og áður sagði dugar það til að ná fyrsta sæti deildarinnar. Fram féll niður í 3. sæti deildarinnar með tapinu þar sem Valsarar sigruðu Akureyringa á útivelli og komu sér þar með í 2. sæti deildarinnar. FH jafnaði Fram að stigum og situr í 4. sæti eins og fyrr. 

Staða fjögurra efstu liða er því svona:

Haukar     18 stig

Valur       17 stig

Fram       16 stig 

FH          16 stig