Stórleikur á morgun, Fram – Haukar í N1-deild karla

Það verður sannkallaður stórleikur í Safamýrinni á morgun, þegar efstu tvö lið N1-deildar karla, Fram og Haukar mætast. Bæði lið eru jöfn á stigum með 16 stig, Haukar hafa sigrað átta leiki en tapað fjórum. Framarar hafa hinsvegar sigrað sjö leiki, gert tvö jafntefli og tapað tveimur.

Stórleikurinn hefst klukkan 19:30 en á sama tíma verða þrír aðrir leikir leiknir í N1-deildinni. Spennan á toppnum er gríðarlega mikil og því skiptir hvert stig miklu máli fyrir bæði lið og því ekki hægt að búast við öðru en hörkuleik í Safamýrinni.

Framarar fóru með sigur úr bítum í fyrri leik þessara liða í deildinni en leikið var á Ásvöllum 23. október, en Framarar fóru með öruggan sjö markasigur af hólmi, 27-20 eftir að Haukar hefðu verið einu marki yfir í hálfleik.

Framarar hafa ekkert riðið feitum hesti í undanförnum tveimur leikjum, í síðustu umferð töpuðu þeir fyrir nýliðunum í deildinni, FH með fjórum mörkum og þar áður sigruðu þeir hina nýliðana, Víking, með einu marki en fyrir þann leik voru Víkingar ekki enn búnir að sigra leik í deildinni.

Haukar eru hinsvegar á fljúgandi siglingu og hafa sigrað síðustu fimm leiki í röð í deildinni og með sigri á morgun geta þeir komist á topp deildarinnar í fyrsta sinn í langan tíma.

Hvetjum strákana til sigurs á morgun, en það er alveg ljóst að þetta er stærsti leikur strákana til þessa á árinu, toppliðin tvö og Fram með Viggó Sigurðsson og Einar Jónsson (báðir fyrrum Haukaþjálfarar) sem þjálfara. Þetta er eitthvað sem enginn má missa af.

Fram – Haukar, Safamýri á morgun klukkan 19:30.

Aðrir leikir í kvöld í N1-deild karla;

FH – Stjarnan
Víkingur – HK
Valur – Akureyri