Haukar – Fram á morgun

Á morgun, tekur meistaraflokkur kvenna á móti Fram í N1-deild kvenna. Leikurinn hefst á svo mjög skemmtilegum tíma eða klukkan 13:00.  Haukastelpurnar hafa verið á fljúgandi siglingu og hafa sigrað síðustu fjóra leiki til að mynda sigruðu þær lið Vals í síðustu umferð með tveimur mörkum 24-22.  Fram liðið sem kom mörgum á óvart á […]

Haukastelpur fara vestur í bæ

Stelpurnar heimsækja KR-inga á morgun í Iceland Express-deild kvenna í körfuknattleik. Er þetta lokaleikur fjórðu umferðar og eru Haukar með tvo sigra og einn tap. KR-ingar hafa unnið einn leik og tapað tveimur og geta með sigri í dag jafnað Hauka. Leikurinn fer fram í DHL-höll KR-inga og hefst kl. 16:00. Heimasíðan hvetur Haukafólk til […]

Fjóla Dröfn og Linda Rós í Hauka

Meistaraflokkur kvenna í knattspyrnu hefur fengið góðan liðstyrk. En tveir leikmenn úr Landsbankadeildinni hafa skrifað undir samning við Hauka. Bæði eru þetta fyrrum leikmenn Hauka sem hafa ákveðið að snúa aftur heim og hjálpa liðinu með þau markmið sem það hefur gerst sér, að komast í Landsbankadeildina. Þær Fjóla Dröfn Friðriksdóttir og Linda Rós Þorláksdóttir […]

Frítt er á landsleik Íslands og Belgíu

Á miðvikudaginn næstkomandi mætir íslenska landsliðið landsliði Belga í undankeppni Evrópumótsins í handbolta, en þetta er fyrsti leikur riðilsins. Leikurinn fer fram í Laugardalshöll og hefst leikurinn klukkan 20:15. Nokkrir Haukamenn eru í æfingahópnum fyrir landsleikinn, þar er fyrst hægt að telja upp línumanninn Kára Kristján Kristjánsson sem hefur slegið í gegn í vetur bæði […]

Búið að draga í Eimskipsbikarnum

Í hádeginu í dag var dregið í Eimskipsbikar karla og kvenna. Í kvennaflokki var dregið í 8-liða úrslit en í karlaflokki í 16-liða úrslit. Haukar áttu eitt lið í hvorum potti. Bæði liðin drógust gegn ÍR og leika bæði liðin í Austurbergi. Ekki er enn búið að ákveða almennilega leikdaga en konurnar munu annað hvort […]

Drengjaflokkur: Strákarnir unnu Snæfell

Haukar unnu sinn þriðja leik í röð og sinn fyrsta heimasigur þegar þeir fengu Snæfell í heimsókn á Ásvelli um helgina. Lokatölur 90-80. Haukastrákar byrjuðu af miklum krafti og skoruðu fyrstu 8 stig leiksins, þ. a. tvær þriggja stiga körfur frá Andra Freyssyni auk einnar körfu frá Guðmundi Sævarssyni. Haukar pressuðu nær allan leikinn en […]

Meistaraflokkur karla ósigraðir

  Meistaraflokkur karla í körfuboltanum eru svo sannarlega á góðri siglingu í 1. deild karla en liðið hefur sigrað alla þrjá leiki liðsins í deildinni. Strákarnir í liðinu eru ákveðnir í að segja skilið við 1. deildina og koma liðinu aftur í úrvalsdeild þar sem Haukar eiga heima. Fyrsti sigurinn var á Egilsstöðum þar sem […]

Haukar U sigruðu ÍBV í 1.deildinni

Enn halda leikmenn Hauka U að koma á óvart í 1.deildinni, og í dag gerðu þeir sér lítið fyrir og sigruðu ÍBV í 1.deildinni með þremur mörkum, 31-28. Með sigrinum er Haukar komnir með 8 stig í 4.sæti deildarinnar, tveimur stigum á eftir ÍR, Gróttu og Selfoss sem eru jöfn að stigum í efstu sætunum. […]

14 marka sigur Hauka á Víking

Í dag tóku Haukamenn á móti Víkingum í N1 deild karla. Leikurinn fór fram að Ásvöllum og hófst hann klukkan 16:00. Fyrir leikinn voru Haukar í 6. sæti með 3 stig en Víkingar í 8., og neðsta sæti deildarinnar, án stiga. Haukar höfðu tapað nokkuð mörgum leikjum í röð og þurftu nauðsynlega að sigra ætli […]

10. kvenna: Ferðasaga

10. flokkur kvenna hélt til Sauðárkróks á dögunum og stóð sig með stakri prýði. Hanna S. Hálfdanardóttir tók saman smá pistil um ferð þeirra þangað. 10.flokkur kvenna í körfubolta skellti sér til Sauðarkróks í C riðli.  Ferðin hófst með hittingi snemma á laugardagsmorgni klukkan 08:30 í bílaleigu Akureyrar í Skeifunni, þar voru allar ferskar og […]