Haukar U sigruðu ÍBV í 1.deildinni

HaukarEnn halda leikmenn Hauka U að koma á óvart í 1.deildinni, og í dag gerðu þeir sér lítið fyrir og sigruðu ÍBV í 1.deildinni með þremur mörkum, 31-28.

Með sigrinum er Haukar komnir með 8 stig í 4.sæti deildarinnar, tveimur stigum á eftir ÍR, Gróttu og Selfoss sem eru jöfn að stigum í efstu sætunum. En til marks um það hversu gott gengi U-liðsins er búið að vera fékk þetta, nánast sama lið 10 stig í deildinni í fyrra og því vantar þeim einungis 2 stig í viðbót til að jafna árangurinn síðan í fyrra.

En að leiknum, Haukamenn höfðu yfirhöndina í fyrri hálfleik og voru alltaf skrefinu á undan en þó voru Eyjamenn aldrei langt á eftir. Það var mikil barátta í leiknum og höfðu dómarar leiksins um nóg að snúast en Eyjamenn voru langt frá því að vera ánægðir með dómara leiksins en svo virtist sem að Eyjamenn vildu alfarið kenna þeim um það hvernig fór. 

Í seinni hálfleik hélt spennan áfram í leiknum, Haukar leiddu en eins og fyrr segir voru Eyjamenn aldrei langt á eftir, en um miðjan seinni hálfleik komust ÍBV svo yfir í leiknum og virtist sem og þeir væri að fara innbyrða sigur í leiknum. En Haukastrákarnir gáfust ekki upp og náðu að jafna metin þegar rétt rúmlega fimm mínútur voru eftir af leiknum.

Á þeim tímapunkti voru leikmenn beggja liða reknir útaf hvað eftir annað og heitt var orðið í hamsi. En Haukavörnin með Aron Rafn Eðvarðsson fyrir aftan sig hélt vel undir lokins og dýrmæt mörk úr hraðaupphlaupum undir lokin gerðu það að verkum að Haukar U sigruðu eins og fyrr segir 31-28.

Næsti leikur Hauka U í deildinni er föstudaginn 7.nóvember á Selfossi.