Haukar – Fram á morgun

HaukarÁ morgun, tekur meistaraflokkur kvenna á móti Fram í N1-deild kvenna. Leikurinn hefst á svo mjög skemmtilegum tíma eða klukkan 13:00. 

Haukastelpurnar hafa verið á fljúgandi siglingu og hafa sigrað síðustu fjóra leiki til að mynda sigruðu þær lið Vals í síðustu umferð með tveimur mörkum 24-22. 

Fram liðið sem kom mörgum á óvart á síðasta tímabili og endaði í 2.sæti með jafn mörg stig og Stjarnan sem hömpuðu Íslandsmeistaratitlinum hafa ekki byrjað þetta tímabil jafn vel og þær vonuðust til og eru með 4 stig eftir 5 leiki.

Heil umferð verður í N1-deild kvenna á morgun. Hinir leikirnir sem verða á dagskrá eru;

Grótta – Valur, HK – Fylkir og Stjarnan – FH.

Við hvetjum alla til að mæta á Ásvelli á morgun og hita upp fyrir landsleikinn, Ísland – Noregur.

Haukar – Fram á morgun

Á morgun, fimmtudag mætir Haukar liði Fram í N1-deild karla. Leikurinn hefst klukkan 19:30 og fer hann fram á Ásvöllum.

Breytingar hafa orðið á leikmannahópnum hjá Haukum en þeir Tryggvi Haraldsson og Hafsteinn Ingason hafa spilað sínar síðustu mínútur með Haukum í bili en komist var að samkomulagi að rifta samningnum við þá. 

Framarar eru líkt og Haukar einungis búnir með fjóra leiki í deildinni en þeir voru að spila í Evrópukeppninni um helgina líkt og Haukar.

Fram eru hinsvegar með 5 stig en Haukar einungis 4 stig. Bæði lið töpuðu stigum í síðustu umferð, Haukar töpuðu báðum stigunum sem í boði voru gegn Val en Framarar hinsvegar töpuðu einu stigi gegn FH í Safamýrinni í jöfnum leik þar sem Viggó Sigurðsson fyrrverandi þjálfari Hauka og landsliðsins og núverandi þjálfari Fram var brjálaður út í annan dómara leiksins í viðtali við Morgunblaðið eftir leik.

Það má búast við hörkuleik á morgun enda bæði lið búin að tapa stigum í fyrstu umferðunum en bæði lið gáfu það út fyrir tímabilið að stefnan væri sett á Íslandsmeistaratitilinn.

Eins og flestir vita áttu Haukar stórleik gegn Vezprém síðasta sunnudag og sigruðu þeir þá 27-26 í stórkostlegum handboltaleik. Við vonum auðvitað að strákarnir sýni sömu takta og þá. En ef liðið er í sama ham og þá er alveg ljóst að ekkert lið á Íslandi séns í þá, þá.

Eins og fyrr segir hefst leikurinn klukkan 19:30 og vonumst við eftir að sjá sem flesta á vellinum.