Fjóla Dröfn og Linda Rós í Hauka

Meistaraflokkur kvenna í knattspyrnu hefur fengið góðan liðstyrk. En tveir leikmenn úr Landsbankadeildinni hafa skrifað undir samning við Hauka. Bæði eru þetta fyrrum leikmenn Hauka sem hafa ákveðið að snúa aftur heim og hjálpa liðinu með þau markmið sem það hefur gerst sér, að komast í Landsbankadeildina.

Þær Fjóla Dröfn Friðriksdóttir og Linda Rós Þorláksdóttir hafa skrifað undir samning við Hauka. Fjóla Dröfn sem er 27 ára, kemur til Hauka frá KR en þar hefur hún leikið síðustu fjögur ár.Hún spilaði alla leikina með KR í Landsbankadeildinni í sumar og skoraði í þeim leikjum 6 mörk. Hún er mikill markaskorari og hefur skorað 73 mörk í 112 meistaraflokks leikjum með Haukum, Þrótti og KR. Tímabilið 2006 skoraði hún til að mynda 21 mark í 16 leikjum. Hún hefur leikið 2 A-landsliðsleiki og 6 unglingalandsliðs leiki.

Linda Rós sem er tvítug kemur til Hauka frá Keflavík en þar lék hún síðasta tímabil. Árið áður lék hún með Val en hún gekk til liðs við Val frá Haukum fyrir tímabilið 2007. Linda Rós spilar oftar en ekki í vörninni og mun án efa styrkja vörn liðsins á næsta tímabili. Hún á að baki 11 unglingalandsleiki. 

Þetta er gríðarlegur liðstyrkur fyrir Hauka og er Salih Heimir Porca nýráðinn þjálfari liðsins mjög ánægður með að þær „Fjóla Dröfn er mjög fjölhæfur leikmaður sem getur spilað nánast allar stöður framanlega á vellinum. Hún lék alla leiki KR í sumar og skoraði 6 mörk. Það er alveg ljóst að við ætlum okkur stóra hluti og fara upp um deild.“

Landsliðskonan, Sara Björk Gunnarsdóttir fór á lán til Breiðabliks um mitt sumar, mikið hefur verið rætt um það hvort hún verði hjá Haukum eða fari eitthvert annað, Salih Heimir segir að það sé ljóst að hún verði ekki áfram hjá Haukum „ Hún verður ekki áfram hér“ aðspurður hvort hann viti hvort hún verði áfram hjá Breiðablik sagði hann þetta „Ég veit ekkert um það, eina sem ég veit er að hún verður ekki áfram hjá Haukum.“

Aðspurður um það hvort að búast má við fleiri nýjum leikmönnum á næstunni „Já, alveg fullt af þeim,“ sagði Salih Heimir „Ef við ætlum okkur stóra hluti, þá þurfum við að styrkja okkur og við munum gera það,“ sagði Salih Heimir Porca að lokum. Það er greinilegt að hann ætlar sér stóra hluti og ljóst er að fleiri nýir leikmenn munu skrifa undir samning við Hauka á næstu dögum.

Nýjar fréttir um nýja leikmenn hjá meistaraflokki karla og kvenna hjá Haukum verða birtar hér á heimasíðunni við fyrsta tækifæri.