Búið að draga í Eimskipsbikarnum

Dregið hefur verið í Eimskipsbikar karla en í pottinum voru 28 lið og var ljóst að fjögur lið myndu sitja hjá í fyrstu umferð. Eitt af þeim liðum var Haukar en auk þeirra sitja bikarmeistarar Valur hjá, Framarar undir stjórn Viggó Sigurðssonar og ÍBV með Arnar Pétursson í broddi fylkingar.

 

Haukar áttu tvö lið í pottinum en gömlu kempurnar í Haukar 2 drógust gegn Stjörnunni 2. Engin N1-deildar lið drógust saman aftur á móti drógust Víkingar sem spiluðu í N1-deild karla síðasta ár gegn Víking 3. Leikirnir fara fram 18. og 19. október. Drátturinn í heild sinni er hér að neðan:

Stjarnan 2 – Haukar 2
Árborg – HK
KS – ÍR
ÍR 2 – HKR
Grótta 2 – Stjarnan
Hörður – Þróttur
Afturelding 2 – Selfoss
Stjarnan 3 – Grótta
Víkingur 3 – Víkingur
Fjölnir – Akureyri
FH 2 – Afturelding
Víkingur 2 – FH

 

Búið að draga í Eimskipsbikarnum

HaukarÍ hádeginu í dag var dregið í Eimskipsbikar karla og kvenna. Í kvennaflokki var dregið í 8-liða úrslit en í karlaflokki í 16-liða úrslit. Haukar áttu eitt lið í hvorum potti.

Bæði liðin drógust gegn ÍR og leika bæði liðin í Austurbergi. Ekki er enn búið að ákveða almennilega leikdaga en konurnar munu annað hvort leika 11. eða 12. nóvember en strákarnir 9. eða 10. nóvember.

Þrjú lið sitja hjá í kvennaflokki, Fram, Stjarnan og KA/Þór. Leikur Fylkis og HK er eini leikurinn í kvennaflokki sem N1-deildarlið mætast.

Sama er upp á teningnum í karli flokki, þar sem leikur FH og Akureyris er eini leikurinn í 16-liða úrslitin sem lið í N1-deildinni mætast. Það verður því ljóst að í 8-liða úrslitum verða í mesta lagi fimm úrvalsdeildarlið, því að HK og Víkingar eru nú þegar dottnir úr bikarnum.

Drátturinn hjá konunum er eins og hér segir:

ÍR – Haukar
Valur 2 – Grótta
Víkingur – FH
Fylkir – HK
Fjölnir – Valur

Stjarnan, Fram og KA/Þór sitja hjá.

Drátturinn hjá körlunum er eins og hér segir:

ÍR – Haukar
Grótta 2 – Grótta
Stjarnan 3 – Valur
Akureyri 2 – Selfoss
FH – Akureyri
Afturelding 2 – Fram
Stjarnan 2 – Þróttur
HK 2 – Stjarnan