Meistaraflokkur karla ósigraðir

 

Meistaraflokkur karla í körfuboltanum eru svo sannarlega á góðri siglingu í 1. deild karla en liðið hefur sigrað alla þrjá leiki liðsins í deildinni. Strákarnir í liðinu eru ákveðnir í að segja skilið við 1. deildina og koma liðinu aftur í úrvalsdeild þar sem Haukar eiga heima.

Fyrsti sigurinn var á Egilsstöðum þar sem Haukar sigruðu Hött 92-97. Næst tóku Haukar á móti Þór Þorlákshöfn á Ásvöllum og sigruðu örugglega, 91-70. Síðasta föstudag sigruðu Haukar Hrunamenn örugglega, 86-102 á Flúðum og sitja í efsta sæti deildarinnar ásamt Val en bæði liðin eru ósigruð. 

Það er óhætt að segja að Haukar og Valur eiga góða möguleika á sigri í þessari deild en Haukar mæta Val þann 16. desember í Valsheimilinu. Seinni leikur liðanna fer fram 13. mars á Ásvöllum og er það síðasti leikur beggja liða.Það verður o

Stigahæsti leikmaður Hauka hingað til er Sveinn Ómar en hann hefur skorað 84 stig í þremur leikjum sem gerir 28 stig að meðaltali í leik. 

 

 

Mynd: Sveinn Ómar er stigahæsti leikmaður Hauka hingað til – Arnar Freyr Magnússon

Fleiri myndir af meistaraflokkum Hauka má finna hér