Stjarnan-Haukar mfl.ka.

Strákarnir okkar gerðu góða ferð í gærkvöldi til nágranna okkar hinu megin við hæðina og unnu Stjörnuna 29-36. Leikurinn var nokkuð jafn til að byrja með en Haukar náðu síðan góðu forskoti og staðan í hálfleik var 14-18. Seinni hálfleikinn byrjuðu þeir síðan með krafti og náðu afgerandi forystu, mestur var munurinn 10 mörk. Með […]

Spjallið

Þar sem spjallinu hefur verið lokað bendum við þeim sem eru með fréttir eða greinar um handbolta að senda okkur póst á haukar@haukar.is

Stjarnan-Haukar mfl.kv.

Stelpurnar unnu góðan sigur 19-20 á Stjörnunni í toppslag Esso-deildar í Ásgarði í gær. Stjarnan byrjað leikinn betur, okkar stelpur voru smá tíma að komast af stað en svo hrukku þær í gírinn og staðan í hálfleik var 8-12 fyrir okkur. Stjarnan byrjaði seinni hálfleik betur og náði að jafna um miðjan síðari hálfleik, en […]

ÍBV-Haukar mfl.ka

Ekki er hægt að segja að strákarnir okkar hafi gert góða ferð til Eyja í gær. Þeir áttu slakan dag og töpuðu sínum fyrsta leik í deildinni í vetur 34-30. Staðan í hálfleik var 17-11 fyrir ÍBV. Þrátt fyrir tapið eru strákarnir okkar á toppnum í Esso-deildinn og ætla sér að sitja þar áfram sem […]

Haukar-HK mfl.ka.

Strákarnir okkar unnu HK á Ásvöllum í kvöld 26-25. Leikurinn var nokkuð jafn, Haukarnir þó alltaf yfir, nema HK komst yfir 3-4 og jafnt var í hálfleik 14-14. Í seinni hálfleik leiddu okkar menn og voru þetta 2 til 4 mörkum yfir. Sigurinn var góður því fyrirfram mátti búast við að strákarnir okkar væru enn […]

3.fl.karla Bikarmeistarar

Strákarnir okkar í 3.fl.karla fetuðu í fótspor meistaraflokksins og unnu sigur á Aftureldingu í úrslitum SS-bikarsins í Laugardalshöll í gær. Strákarnir okkar leiddu leikinn allan tímann og sigurinn var aldrei í hættu . Leikurinn endaði 29-23. Til hamingju með bikarmeistaratitilinn strákar, frábært hjá ykkur. Óhætt er að segja að framtíðin sé björt hjá okkur Haukum, […]

Bikarmeistarar 2002

Haukar urðu Bikarmeistar eftir stórsigur á Fram í Laugardalshöll í dag. Strákarnir okkar voru að spila fanta vel allan leikinn og tóku öll völd á vellinum fljótlega í fyrri hálfleik og slökuðu aldrei á, þrátt fyrir yfirburðastöðu. Staðan í hálfleik var 16-9 fyrir okkur og héldu strákarnir áfram í seinni hálfleik og sigruðu 30-20. Strákarnir […]

SS-Bikarinn

Nú fer óðum að styttast í úrslitaleikinn í bikarnum hjá mfl. karla þar sem strákarnir okkar etja kappi við félaga okkar í Fram og eins leikinn hjá 3. fl. karla Haukar-UMFA á sunudag. Því er ekki úr vegi að rifja upp gamlar ræður sem enn eru í fullu gildi Í Höllinni sjá leikmennirnir okkar um […]

3.fl.karla SS-bikarinn

Eins og allir vita eru strákarnir í 3.fl. karla komnir í úrslit í SS-bikarnum. Þeir spila við Aftureldingu og verður leikurinn sunnudaginn 17. febr. kl. 13.30 í Laugardalshöll. Þennan dag verður einnig leikið til úrslita í 4.fl.kvenna kl. 12.00 Stjarnan-ÍR, ungl.fl. kvenna kl. 15.30 Grótta-KA og 2.fl. karla kl. 17.30 ÍR-Valur. Sama umgjörð verður á […]

Haukastrákar í Höllinni

Haukar bjóða alla Hafnfirðinga velkomna í Íþróttamiðstöð Hauka á Ásvöllum næsta laugardag. Þar ætlum við öll að eiga ánægjulega stund og undirbúa okkur fyrir úrslitaleikinn í SS-bikarkeppninni, en leikurinn hefst klukkan 16:30. Húsið opnar klukkan 12:00 og verður ýmislegt til skemmtunar. Má nefna að boðið verður upp á andlitsmálun og veifugerð. Einnig hefur Æskulýðs- og […]