Haukar-HK mfl.ka.

Strákarnir okkar urðu að lúta í lægra haldi fyrir HK á Ásvöllum í kvöld, en leiknum lauk með sigri gestanna 25-29.

Leikurinn var jafn í byrjun í 3-3 en þá náðu Haukar góðu forskoti 8-4. Slökuðu þá á og gestirnir jöfnuðu 9-9 og voru yfir í hálfleik 11-14. HK náði síðan góðu forskoti um miðjan síðari hálfleik 17-24 en þá tóku okkar menn aðeins á sig rögg og minnkuðu í tvö mörk 22-24 og síðan í eitt 25-26. Ekki tókst þeim að komast nær og töpuðu leiknum 25-29.

Það var hart tekist á, á stundum um of og létu strákarnir okkar það pirra sig um of og náðu ekki að spila sinn leik.
En eigum við ekki að segja að fall sé faraheill og að þeir komi ferskir í næsta leik.

Áfram Haukar

Haukar-HK mfl.ka.

Strákarnir fóru illa að ráðu sínu er þeir tóku á móti HK á Ásvöllum í kvöld í Essó deildinni. Leikurinn endaði með jafntefli 24-24 eftir að okkar menn höfðu verið með leikinni í höndum sér allt fram á síðustu mínútur. Þeir byrjuðu leikinn vel, skoruðu fyrsta markið og náðu góðu forskoti, komust í 10-4, 14-7 og 16-10 í hálfleik. Þeir spiluðu á köflum fínan sóknarleik og mörg glæsimörk voru skoruðu við mikinn fögnuð áhorfenda. Í seinni hálfleik slökuðu þeir á og gestirnir söxuðu á forskotið og náðu að jafna 23-23 þegar nokkrar mínútur voru til leiksloka og komust yfir 23-24. Okkar strákar jafna 24-24 en gestirnir fengu að hanga á boltanum þar sem eftir var og jafntefli var niðurstaðan.

Nú er bara að rífa sig upp og stoppa í götin áður en haldið verður norður yfir heiðar á sunnudaginn.

Haukar-HK mfl.ka.

Strákarnir okkar unnu HK á Ásvöllum í kvöld 26-25. Leikurinn var nokkuð jafn, Haukarnir þó alltaf yfir, nema HK komst yfir 3-4 og jafnt var í hálfleik 14-14. Í seinni hálfleik leiddu okkar menn og voru þetta 2 til 4 mörkum yfir. Sigurinn var góður því fyrirfram mátti búast við að strákarnir okkar væru enn í sigurvímu eftir Bikarmeistaratitilinn, en þeir gerðu það sem til þurfti og náðu í tvo góð stig og tróna áfram sem fastast á toppi Esso-deildarinnar.