Bikarmeistarar 2002

Haukar urðu Bikarmeistar eftir stórsigur á Fram í Laugardalshöll í dag. Strákarnir okkar voru að spila fanta vel allan leikinn og tóku öll völd á vellinum fljótlega í fyrri hálfleik og slökuðu aldrei á, þrátt fyrir yfirburðastöðu. Staðan í hálfleik var 16-9 fyrir okkur og héldu strákarnir áfram í seinni hálfleik og sigruðu 30-20. Strákarnir börðust á fullu allan leikinn og héldu einbeitingu og kláruðu leikinn með stæl. Fyrirliðinn Halldór fór fyrir sínum mönnum og skoraði 14 stykki, takk fyrir. Aron og Rúnar voru með 4 hvor, Aliaksandr með 3, Andri, Einar Örn, Þorkell, Tjörvi og Vignir með eitt hvor. Strákarnir voru allir að spila frábærlega og sýndu og sönnuðu að Haukar eru bestir. Stuðningmenn Hauka fjölmenntu á leikinn og studdu mjög vel við bakið á strákunum og gleðin í leikslok var mögnuð.
Til hamingju með titilinn strákar, þið eruð frábærir.
Til hamingu Haukar, við erum bestir !!!!!