SS-Bikarinn

Í dag var dregið í SS-Bikarnum 2004-2005.

16 liða úrslit karla
Haukar – Fram
Haukar 2 – Bifröst
Þróttur Vogum – ÍR
Afturelding – HK
Grótta KR 2 – KA
Þór Ak. – Valur
Stjarnan – ÍBV
Fylkir – Grótta KR

8 liða úrslit kvenna
Stjarnan 2 – Grótta KR
Víkingur – Stjarnan
ÍBV – Haukar
Valur – Fram

16-liða úrslit karla verða 26.-27. október og 8-liða úrslit kvenna 1.-2. desember

SS Bikarinn

SS Bikardrátturinn var í dag :

16 liða úrslit mfl.kvenna
Fram – KA/Þór
Stjarnan 2 – FH 2
Víkingur 2 – Víkingur
FH – Haukar

Liðin sem sitja hjá
ÍBV
Valur
Grótta KR
Stjarnan

Leikið verður 5. og 6. október

32 liða úrslit mfl. karla
FH 2 – Fram
Leiknir – ÍR
Grótta KR 2 – Valur 2
HK 2 – ÍBV
HK – FH
Þróttur Vogum – ÍBV 2
Stjarnan – Víkingur
Fylkir – Höttur
ÍR 2 – Þór Ak.
Víkingur 2 – Bifröst
Víkingur 3 – Grótta KR
Afturelding – Selfoss

Liðin sem sitja hjá
Haukar
KA
Valur
Haukar 2

SS Bikarinn

Haukar og ÍBV buðu uppá frábæran handbolta í úrslitaleik SS bikarsins í Höllinni í dag. Leikurinn endaði með sigri ÍBV 35-32 og óskum við þeim til hamingju með Bikarmeistaratitilinn.

Já, þetta var hörkuleikur og frábær handbolti. Margir voru á því fyrir leik að Haukastelpurnar yrðu í miklum vandræðum og að leikurinn væri nánast tapaður fyrirfram. Stelpurnar okkar blésu á þetta og mættu til leiks fullar sjálfstrausts og voru öryggið uppmálað. Leikurinn var frábær skemmtun og góð stemming var í Höllinni. Þetta var hraður og skemmtilegur leikur, það var spilaður góður sóknarbolti og varnir voru fínar þrátt fyrir mikið markaskor, enda var hraðinn í leiknum mjög mikill.

Bæði lið byrjuðu leikinn af miklum krafti og keyrðu á fullu, það var mikill hraði og ekkert “bikarstress” virtist hrjá leikmenn. Stelpurnar okkar byrjuðu leikinn mjög vel, höfðu frumkvæðið og leiddu fyrri hálfleik að mestu. Þær skoruðu fyrsta markið, ÍBV jafnaði 1-1 og jafnt var 2-2 og 3-3. Stelpurnar okkar voru síðan með 2ja marka forystu þar til ÍBV jafnaði 10-10. Aftur kom góður kafli og við náum 3ja marka forskoti 14-11 og 16-13. Þá var komið að slæma kaflanum og ekkert gekk upp síðustu mínúturnar og ÍBV leiddi 17-16 í hálfleik. Slæmi kaflinn hélt áfram í upphafi seinni hálfleiks, einbeitingin var ekki alveg í lagi og ÍBV náði 4ra marka forystu 21-17 og 23-19. Stelpurnar okkar neituðu að gefast upp og náðu að minnka í 2 mörk nokkrum sinnum og í eitt mark 31-30 þegar um 3 mínútur voru eftir og leikurinn var galopinn. Þvi miður var lukkan ekki með stelpunum okkar þessar síðustu mínútur og tapið 35-32 var staðreynd. Seinni hálfleikur var stelpunum okkar erfiður, það var erfitt að elta allan hálfleikinn og hlutirnir voru ekki að falla með þeim.

Það er alltaf súrt að tapa leik, hvað þá bikarúrslitaleik og mjög sárt að sleppa hendinni af bikarnum sem “stóð stoltur” á Ásvöllum síðasta ár. Stelpurnar okkar geta samt borið höfuðið hátt og verið stoltar. Haukar eru stoltir af ykkur, þið stóðuð ykkur vel og voruð ykkur sjálfum og félaginu ykkar til sóma.

Takk fyrir frábæra skemmtun – ÁFRAM HAUKAR

SS-bikarinn

Í kvöld var dregið í SS -bikar karla og kvenna.

Mfl.karla – 32-liða úrslit
Selfoss – KA
WorldClass – Valur
Víkingur 2 – SÁ
Grótta/KR 2 – Afturelding
Stjarnan – Víkingur
Hunangstunglið – Valur 2
Haukar 2 – ÍR
ÍBV – Þór Ak.
FH 2 – UMF-Bifröst
Grótta/KR – FH
HR – Fram
ÍR 2 – Breiðablik
ÍBV 2 – Höttur
Fylkir – Strumparnir

Haukar og HK sitja hjá

Mfl. kvenna – 16 liða úrslit
Fylkir/ÍR – KA/Þór
FH – Valur
Grótta/KR – Víkingur
Valur 2 – Fram

ÍBV, Haukar, Stjarnan og FH 2 sitja hjá.

SS Bikarinn

Nú er bikarhelgin alveg að skella á. Eins og alþjóð ætti að vera ljóst spila stelpurnar okkar í mfl.kvenna við ÍBV kl. 13.00 á laugardaginn í Laugardalshöllinni. Þetta verður án efa hörkuleikur, þar sem tvö af toppliðum landsins mætast. Þessi lið hafa marga hildi háð og öruggt að ekkert verður gefið eftir og spennan verður alveg í hámarki. Stelpurnar þurfa á okkar stuðninga að halda og því mæta allir Haukar í Höllina.
Á sunnudaginn eru bikarúrslit yngri flokka í Höllinni. Sama umgjörð verður á þessum leikjum og hjá meistaraflokkunum á laugardag. Strákarnir okkar í 3.fl. karla mæta þar Aftureldingu kl. 16.00 og þar verður örugglega allt lagt undir. Að sjálfsögðu mætum við Haukar og styðjum við bakið á þeim.

Þar sem komið er að bikarhelginni rifjum við upp gamlar ræður sem enn eru í fullu gildi:

Í Höllinni sjá leikmennirnir okkar um stuðið inná vellinum, þjálfararnir sjá um líf á bekknum, en Stuð- og stuðningsklúbburinn Haukar í horni ásamt Trommuliðinu sjá um að halda uppi fjöri á pöllunum og öll sjáum við til þess að dagurinn verði eftirminnilegur og einstakur í íþróttasögu Hauka og Hafnarfjarðar.
Haukar hafa átt að skipa einhverjum öflugasta stuðningsmannahópi landsins. Við hvetjum alla stuðningsmenn Hauka til að hafa í heiðri þann fjölskylduanda sem hefur ætíð ríkt í okkar félagi. Framundan eru erfiðir leikir og í þá leiki ætlum við Haukar að mæta með bros á vör, sama hvernig fer. Við höfum í heiðri íþróttaandann og virðum andstæðinga okkar. Verum jákvæð og skemmtum okkur. Það gerum við best með jákvæðri hvatningu til leikmanna, þjálfara og dómara. Jákvætt, brosandi Haukafólk er það besta sem til er.
Góða skemmtun – Áfram Haukar !!!!!

SS-Bikarinn

Í hádeginu var dregið í SS bikar karla og kvenna

4 – liða úrslit í SS bikar kvenna 2003:
Leikið 05.febrúar 2003
FylkirÍR / ÍBV – Stjarnan
FH – Haukar

4 – liða úrslit í SS bikar karla 2003:
Leikið 12.febrúar 2003
Valur – UMFA
HK – Fram

Úrslitaleikir SS bikarsins verða 22.febrúar 2003 í Laugardalshöll

SS-Bikarinn

Í dag var dregið í 8-liða úrslitum SS bikarsins.

Mfl. kvenna (leikið skal 27. nóvember 2002)
FylkirÍR – ÍBV
KA/Þór – Haukar
Valur – Stjarnan
FH – Fram

Mfl. karla (leikið skal 4.desember 2002)
Breiðablik – Fram
HK – ÍR
Fylkir – Valur
UMFA – GróttaKR

Heimasíða {Tengill_4}

SS-Bikarinn

Minnum á leikinn í SS-Bikarnum hjá strákunum á morgun kl. 20.00 uppí Mosó. Þeir halda vonandi áfram með brostæknina og áhorfendur mæta að sjálfsögðu líka brosandi. Sjáum hvað við komumst langt á því.

SS-Bikarinn

Nú fer óðum að styttast í úrslitaleikinn í bikarnum hjá mfl. karla þar sem strákarnir okkar etja kappi við félaga okkar í Fram og eins leikinn hjá 3. fl. karla Haukar-UMFA á sunudag. Því er ekki úr vegi að rifja upp gamlar ræður sem enn eru í fullu gildi

Í Höllinni sjá leikmennirnir okkar um stuðið inná vellinum, þjálfararnir sjá um líf á bekknum, en Stuð- og stuðningsklúbburinn Haukar í horni ásamt Trommuliðinu sjá um að halda uppi fjöri á pöllunum og öll sjáum við til þess að dagurinn verði eftirminnilegur og einstakur í íþróttasögu Hauka og Hafnarfjarðar. Haukar hafa átt að skipa einhverjum öflugasta stuðningsmannahópi landsins. Við hvetjum alla stuðningsmenn Hauka til að hafa í heiðri þann fjölskylduanda sem hefur ætíð ríkt í okkar félagi. Framundan eru erfiðir leikir og í þá leiki ætlum við Haukar að mæta með bros á vör, sama hverning fer. Við höfum í heiðri íþróttaandann og virðum andstæðinga okkar. Verum jákvæð og skemmtum okkur. Það gerum við best með jákvæðri hvatningu til leikmanna, þjálfara og dómara. Jákvætt, brosandi Haukafólk er það besta sem til er.
Góða skemmtun – Áfram Haukar !!!!!

SS-Bikarinn

Haukar unnu góðan bikarsigur á Val á Ásvöllum í gærkvöldi. Þetta var ekta bikarleikur; hraði, spenna, fjör og gaman og ekki síst góður bolti. Leikurinn var jafn til að byrja með, 1-1, 2-2, 3-3, 4-4. Þá sigu Haukar framúr og komust í 9-4 og 11-5. Okkar menn slökuðu aðeins á en Valsmenn bættu í þegar Roland var rekinn af velli og komust inní leikinn á ný, náðu að jafna 12-12 og í hálfleik var staðan 13-12 fyrir okkur. Seinni hálfleikur byrjaði svipað og sá fyrri, 14-14, 15-15 en þá tóku Haukar aftur völdin, staðan 17-15, komust svo í 27-23, Valsmenn söxuðu á 28-26 en komust ekki nær og endaði leikurinn með glæsilegum sigri okkar manna 30-27. Rúnar var markahæstur með 9 stykki, Jón Karl með 8, Halldór 5, Aron 3, Aliaksandr og Einar Örn 2 hvor og Siggi Þórðar 1. Bjarni stóð milli stanganna og varði hátt í 30 bolta, frábært það. Liðið var allt að leika mjög vel og skilaði strákunum ferð á græna dúkinn í Höllinni í febrúar n.k. Frændur okkar Valsmenn geta borið höfuðuð hátt, þeir áttu góðan leik en okkar menn voru einfaldlega stekari, reynslan sagði til sín og þeir áttu ekkert svar við stórleik Bjarna og Rúnars.

SS-Bikarinn

Dregið var í 8-liða úrslitum SS-bikarkeppninnar nú í hádeginu

SS-bikar karla 8 liða úrslit
Fram – ÍBV b / ÍR
Valur – KA
Stjarnan – UMFA
Haukar – HK
Þessir leikir fara fram 28.nóvember

SS-bikar kvenna 8 liða úrslit
KA/Þór – Stjarnan
Haukar – FH
ÍBV – Valur
Fylkir – Grótta KR
Þessir leikir fara fram 14.nóvember