Föndurkvöld

Miðvikudaginn 13. febrúar ætlum við að föndra fyrir bikarleikinn á laugardag. Við hittumst upp á Ásvöllum kl. 17.30 og verðum til ca 20.00. Munið að taka með ykkur skæri. Tilvalið að taka með sér budduna og kaupa miða í forsölu. Mætum öll og skellum okkur í bikarskap.

SS-bikar 3.fl. karla

Strákarnir okkar í 3.fl.karla unnu stórsigur á Val í kvöld í 4-liða úrslitum bikarkeppninnar. Haukarnir höfðu algjöra yfirburði í leiknum og unnu með 11 eða 12 mörkum. Þeir eru þar með komnir í úrslitaleikinn sem verður bikarhelgina 16. og 17. febr. í Laugardalshöll. Til hamingju strákar, frábært hjá ykkur.

Haukar-KA mfl.ka.

Haukar og KA skildu jöfn á Ásvöllum í dag. Leikurinn var jafn allan tímann og staðan í hálfleik var 15-15 og síðari hálfleikur fór 15-15, sem sagt leikurinn endaði 30-30. Okkar menn byrjuðu bæði fyrri og seinni hálfleik vel en KA menn komust alltaf inn í leikinn og eins og fyrr segir endaði hann 30-30. […]

Haukar-ÍBV mfl.kv.

Haukar unnu Vestmanneyinga verðskuldað á Ásvöllum í dag. Stelpurnar okkar voru seinar í gang og staðan í leikhléi var 10-12 Vestmanneyingum í hag. Í síðari hálfleik snerist dæmið gjörsamlega við eftir að Haukar jöfnuðu 13-13 og í framhaldi sáu Vestmanneyingar ekki til Eyja. Haukastelpurnar komust mest 6 mörkum yfir og lokatölur leiksins urðu 24-20 Haukum […]

Leikir helgarinnar

Stelpurnar taka á móti ÍBV á laugardaginn kl. 16.30 á Ásvöllum. Eftir langt hlé hefst Esso-deildin að nýju hjá strákunum og mæta þeir til leiks á Ásvöllum á sunnudag kl. 17.00 og taka á móti KA-mönnum. Þessi lið hafa marga hildi háð um Bikar- og Íslandsmeistaratitla, svo búast má við hörkuleikjum. Það er nokkuð ljóst […]

Landsliðsmenn Hauka

Landsliðsmenn Hauka verða á Ásvöllum í kvöld um kl. 19 og hitta krakkana í Haukum áður en þeir fara á æfingu. Við hvetjum alla til að mæta og heilsa uppá hetjurnar okkar.

EM lokið

Ísland tapaði fyrir Danmörku 29-22 í leik um bronsið og endaði þar með í fjórða sæti í Evrópumótinu. Danir voru yfir nær allan leikinn, en við vorum þó inní leiknum þar til í seinni hluta síðara hálfleiks er Danir náðu öruggu forskoti. Leikurinn þróaðist svipað og leikurinn í gær, fyrri hálfleikur í lagi en í […]