Leikir helgarinnar

Haukur og Semaj mæta KR-ingum á sunnudaginnÞað verður nóg að gera hjá körfuknattleiksiðkendum Hauka þessa helgina en fjölmargir leikir eru á dagskrá. Ber helst að nefna leiki meistaraflokkanna en bæði lið eiga leik á sunnudaginn og geta haldið sigurgöngu sinni áfram. Bæði lið eru taplaus eftir fyrstu tvær umferðir deildarinnar en báðar viðureignirnar á sunnudaginn verða hörku leikir.

Meistarflokkur karla mætir liði KR í DHL-höllinni. KR vann öruggan sigur á liði Stjörnunnar í fyrstu umferð en tapaði síðasta leik gegn Hamri. Þurfa Haukapjakkar að taka á honum stóra sínum og eiga flottan leik til að leggja íslandsmeistaraefnin af velli.

Leikurinn er á sunnudaginn og hefst kl. 19:15

Meistaraflokkur kvenna leikur gegn Hamri. Hamar hefur farið vel af stað í upphafi móts og sigrað báða sína leiki líkt og Haukar. Í Hamri má finna nokkra fyrrum leikmenn Hauka og nýjasta viðbótin yfir fyrrverandi leikmenn er Slavicka Dimovska en hún varð Íslandsmeistari með Haukum tímabilið 2008-2009. Fyrir eru þær Kristrún Sigurjónsdóttir og Guðbjörg Sverrisdóttir. Þjálfarinn er fyrrum þjálfari Hauka, Ágúst Björgvinsson.

Leikið verður í Hveragerði á sunnudaginn og hefst leikurinn kl. 19:15

Einnig verður leikið í yngriflokkum félagsins. 8. flokkur stúlkna verður í Grindavík, 8. flokkur drengja í Keflavík, unglingaflokkur mætir Breiðablik á morgun í Smáranum kl. 17:00 og stúlknaflokkur á þrjá leiki um helgina. Fyrsti verður á morgun gegn Grindavík kl. 16:00 og síðari tveir eru á sunnudaginn. Sá fyrri gegn KR kl. 10:10 og sá síðari gegn Keflavík kl. 14:00. Allir leikir fara fram í DHL-Höllinni.

16-10-2010 11:00

8. flokkur stúlkna

Keflavik 8. fl

 

Haukar 8. fl

Grindavík

16-10-2010 13:00

8. flokkur stúlkna

Njarðvík 8. fl

 

Haukar 8. fl

Grindavík

17-10-2010 09:00

8. flokkur stúlkna

Haukar 8. fl

 

KR 8. fl

Grindavík

17-10-2010 12:00

8. flokkur stúlkna

Grindavik 8. fl

 

Haukar 8. fl

Grindavík

16-10-2010 13:00

8. flokkur drengja

Grindavik 8. fl

 

Haukar 8. fl

Toyota höllin

16-10-2010 15:00

8. flokkur drengja

KR 8. fl

 

Haukar 8. fl

Toyota höllin

17-10-2010 09:00

8. flokkur drengja

Haukar 8. fl

 

Keflavik 8. fl

Toyota höllin

17-10-2010 12:00

8. flokkur drengja

Thorth/Hamar

 

Haukar 8. fl

Toyota höllin

16-10-2010 16:00

Stúlknaflokkur

Haukar

 

Grindavík

DHL-höllin

17-10-2010 10:15

Stúlknaflokkur

Haukar

 

KR

DHL-höllin

17-10-2010 14:00

Stúlknaflokkur

Keflavík

 

Haukar

DHL-höllin

16-10-2010 17:00

Unglingaflokkur karla

Breiðablik

 

Haukar ufl

Smárinn

 

Leikir helgarinnar

Á laugardag fer fram lokaumferð DHL deildar karla. Strákarnir okkar eiga leik við FH í Kaplakrika og hefst leikurinn kl. 16:15.

Á sunnudag eru úrslitaleikir í 2.fl. karla og þar spila Haukar við Val um 1. sætið.

FH-HAUKAR mfl.karla laugardag kl. 16:15 í Kaplakrika
VALUR-HAUKAR 2.fl. karla sunnudag kl. 17:00 í Austurbergi

Nú mæta allir Haukar og hvetja strákana okkar til sigurs. ÁFRAM HAUKAR

Leikir helgarinnar

Minnum á tvo mikilvæga leiki um helgina.

Stelpurnar: Valur-Haukar, laugardag kl. 16:15 Laugardalshöll
Strákarnir: Haukar-ÍR, sunnudag kl. 20:00 Ásvellir

Allir að mæta – ÁFRAM HAUKAR

Leikir helgarinnar

Síðustu leikir fyrir jól verða um helgina hjá meistaraflokkunum okkar.

Strákarnir eiga heimaleik við Þór á laugardag og stelpurnar útileik við Stjörnuna á sunnudaginn. Allir að mæta.

Haukar-Þór laugardag kl. 16:15 mfl.karla
Stjarnan-Haukar sunnudag kl. kl. 14:00 mfl.kvenna

ÁFRAM HAUKAR

Leikir helgarinnar

Minnum á leikinn hjá stelpunum á morgun kl. 16.30 á Ásvöllum við GróttuKR. Þetta er síðasta leikurinn hjá þeim fyrir jól, svo endilega öll að mæta og hvetja þær og kveðja fyrir jólafrí.

Strákarnir spila á morgun við ÍBV út í Eyjum kl. 14.00. Þeir eru aldeilis ekki á leið í jólafrí, eiga eftir fimm leiki í deildinni og 2 Evrópuleiki, svo nóg verður að gera hjá þeim í desember.

Leikir helgarinnar

Stelpurnar taka á móti ÍBV á laugardaginn kl. 16.30 á Ásvöllum.

Eftir langt hlé hefst Esso-deildin að nýju hjá strákunum og mæta þeir til leiks á Ásvöllum á sunnudag kl. 17.00 og taka á móti KA-mönnum.

Þessi lið hafa marga hildi háð um Bikar- og Íslandsmeistaratitla, svo búast má við hörkuleikjum. Það er nokkuð ljóst að bæði stelpurnar okkar og strákarnir ætla sér ekkert annað en sigur og hvetjum við alla Hauka til að mæta og sína liðunum okkar góðan stuðning.

Leikir helgarinnar

Stelpurnar spila út í Eyjum kl. 16.00 á laugardag.
Strákarnir taka á móti Stjörnunni á Ásvöllum á sunnudag kl. 17.00
Takið með ykkur pyngjuna og kaupið miða á Evrópusamkvæmið 27. október. Miðaverð aðeins 1.500 kr. Matur, flamingo ofl. – skemmtun að hætti Hauka.

 
 

Knattspyrnufélagið Haukar | Íþróttamiðstöðinni Ásvöllum | 221 Hafnarfirði
Sími: 525 87 00 | Fax: 525 8712 | kt. 600169-0419

Netfang (hafa samband): haukar@haukar.is

Rekstrarfélag Hauka ehf. Kennitala félagsins er 561105-0140