Stjarnan – Haukar mfl. kv

Í dag fór fram leikur Stjörnunnar og Hauka í DHL deild kvenna. Fyrir leikinn var Stjarnan í 2. sæti og Haukar í 4. sæti. Bæði liðin höfðu 16 stig.

Leikurinn var mjög jafn til að byrja með. Liðin skiptust á að skora en svolítið fyrir miðjan síðari hálfleik stungu Stjörnustelpur af. Staðan í hálfleik var 12-8. Í byrjun skoruðu Stjarnan 4 mörk á móti einu Haukamarki.

Athyglisvert atvik kom upp um miðjan síðari hálfleik. Stjörnustelpurnar skutu á markið og boltinn fór í slá og upp í loft. Hann fór bak við netið og í gryfjuna fyrir aftan markið. Varaboltinn kom inn og hann notaður. Nýji boltinn virtist betri fyrir okkar stelpur og náðu þær að minnka muninn niður í tvö mörk, 14-16. Þá greip tímavörður inní. Hann hringdi bjöllunni og bað óreynda dómarana skipta um boltann. Slakir dómararnir samþykktu það. Hingað til höfum við Haukafólk ekki vitað til þess að tímavörður eða ritari leiksins geti stjórnað því hvaða bolta á að nota.

Eftir þetta stungu Stjörnustelpur aftur af og sigruðu að lokum 21-15.

Næsti leikur stelpnanna er á miðvikudaginn. Þá er síðari hálfleikur í leikjum gegn Stjörnunni. Sá leikur er í 8 liða úrslitum SS bikarsins. Leikurinn hefst klukkan 20:00 og er á Ásvöllum.

Stjarnan – Haukar mfl.kv.

Leik stúlknaliðsins okkar við Stjörnustúlkur í Ásgarði sem átti að vera á laugardaginn hefur verið færður yfir á sunnudaginn 24. nóv. kl. 14:00. Þetta er gert að beiðni {Tengill_6} sem ætla að sína leikinn í beinni. Haukafólk ætlar nú samt að mæta á leikinn og hvetja stelpurnar áfram því þetta verður vafalaust hörkuleikur.

Stjarnan-Haukar mfl.kv.

Stelpurnar unnu góðan sigur 19-20 á Stjörnunni í toppslag Esso-deildar í Ásgarði í gær. Stjarnan byrjað leikinn betur, okkar stelpur voru smá tíma að komast af stað en svo hrukku þær í gírinn og staðan í hálfleik var 8-12 fyrir okkur. Stjarnan byrjaði seinni hálfleik betur og náði að jafna um miðjan síðari hálfleik, en þá skiptu Haukastelpur aftur um gír og náðu forystunni aftur og héldu til loka leiks og unnu frábæran sigur 19-20 og tróna áfram á toppnum í Esso-deildinni.