Hafnarfjarðarbær óskar eftir tilboðum í hönnun á knatthúsi Hauka

Hafnarfjarðarbær hefur óskað tilboðum frá hönnunarhópum í verkið “Knatthús Hauka- Hönnunarútboð” en auglýsing þess efnis var birt á vef bæjarins þann 25. febrúar sl. Það er óhætt að segja að þetta eru stórkostlegar fréttir fyrir Knattspyrnufélagið Hauka; iðkendur þess, þjálfara og annað starfsfólk, stuðningsfólk og sjálfboðaliða sem og Hafnarfjörð og íslenska knattspyrnu í heild sinni. […]

Aðalfundur knattspyrnudeildar verður 2. mars kl. 18.00

Aðalfundur knattspyrnudeildar Hauka verður haldinn þriðjudaginn 2. mars kl. 18.00 í Forsalnum á Ásvöllum. Dagskrá: 1) Skýrsla stjórnar deildarinnar um starfsemina síðastliðið starfsár. 2) Kosning stjórnar deildarinnar. Fyrst skal kosinn formaður, síðan aðrir stjórnarmenn. 3) Tilnefning stjórnarmanna í aðalstjórn félagsins. 4) Val fulltrúa á aðalfund félagsins. 5) Önnur mál, sem löglega eru upp borin.

Viktoría Diljá hjá Haukum næstu þrjú árin

Viktoría Diljá Halldórsdóttir hefur framlengt samning sinn við knattspyrnudeild Hauka til næstu þriggja ára. Viktoría er á sjautjánda ári (fædd 2004), og á að baka 3 leiki með u16 og lék tvo deildarleiki með Haukum árið 2019. Viktoría hefur verið að stíga upp úr meiðslum og við hlökkum mikið til að fá hana aftur á […]

Mikaela í æfingahóp U19 – Berglind og Elín Klara í æfingahóp U17.

Þórður Þórðarson landsliðsþjálfari U19 kvenna hefur valið 25 leikmenn til æfinga 22-24 febrúar næstkomandi og eiga Haukar þar 1 fulltrúa, Mikaelu Nótt Pétursdóttur. Einnig hefur Jörundur Áki Sveinsson landsliðsþjálfari U17 kvenna hefur valið 26 leikmenn til æfinga 22-24 febrúar næstkomandi og eiga Haukar þar 2 fulltrúa, Berglindi Þrastardóttur og Elínu Klöru Þorkelsdóttur. Mikaela, Berglind og […]

Kristín Björk, Sara Kartín og Vala Björk í U16

Jörundur Áki Sveinsson landsliðsþjálfari U16 kvenna hefur valið 30 leikmenn til æfinga 15-17 febrúar næstkomandi og eiga Haukar þar 3 fulltrúa. Þær Kristínu Björk Hjaltadóttur, Söru Kartínu Ólafsdóttur og Völu Björk Jónsdóttur. Þær eru fæddar árið 2005 og eru leikmenn 3.flokks. Kristín er varnarmaður, Sara er miðjumaður og Vala er markmaður. Gríðalega hæfileikaríkar stelpur sem […]

Tristan Snær í U16 ára landsliðinu.

Jörundur Áki Sveinsson landsliðs þjálfari U16 hefur valið 32 leikmenn til æfinga 15 – 17 febrúar næstkomandi og er Tristan Snær Daníelsson í hópnum. Tristan Snær sem er fæddur árið 2005 og er leikmaður 3.flokks Hauka. Hefur spilað sem sóknarmaður og getur leyst allar stöður fremst á vellinum. Knattspyrnudeild Hauka óskar Tristan innilega til hamingju […]

Björgvin Páll yfirgefur Hauka eftir leiktímabilið

Björgvin Páll Gústavsson hefur ákveðið að nýta sér uppsagnarákvæði í samningi sínum við félagið. Samkvæmt núverandi samningi Björgvins við félagið þá vinnur Björgvin hálft starf hjá félaginu sem leikmaður, markmannsþjálfari og í markaðsstörfum. Björgvin Páll vill geta haft handboltann sem fullt starf til að geta sinnt fjölskyldu sinni betur og hefur því leitað á önnur mið. […]

Srdjan Rajkovic ráðinn inn sem markmannsþjálfari karlaliðsins. Andri Páll og Arnór Gauti koma inn sem sjúkra- og styrktarþjálfarar meistaraflokka félagsins.

Haukar hafa bætt starfsliðið sitt töluvert fyrir komandi sumar. Srdjan Rajkovic og knattspyrnudeild Hauka hafa gert með sér samning þess efnis að Rajko verði markmannsþjálfari meistaraflokks karla og hefur hann nú þegar hafið störf. Rajko er 44 ára og hefur spilað hér á Íslandi síðan 1999 spilað 337 leiki með liðum eins og Fjarðabyggð, Þór […]