Aðalfundur knattspyrnudeildar verður 2. mars kl. 18.00

Aðalfundur knattspyrnudeildar Hauka verður haldinn þriðjudaginn 2. mars kl. 18.00 í Forsalnum á Ásvöllum.

Dagskrá:

1) Skýrsla stjórnar deildarinnar um starfsemina síðastliðið starfsár.
2) Kosning stjórnar deildarinnar. Fyrst skal kosinn formaður, síðan aðrir stjórnarmenn.
3) Tilnefning stjórnarmanna í aðalstjórn félagsins.
4) Val fulltrúa á aðalfund félagsins.
5) Önnur mál, sem löglega eru upp borin.