Tristan Snær í U16 ára landsliðinu.

Jörundur Áki Sveinsson landsliðs þjálfari U16 hefur valið 32 leikmenn til æfinga 15 – 17 febrúar næstkomandi og er Tristan Snær Daníelsson í hópnum.

Tristan Snær sem er fæddur árið 2005 og er leikmaður 3.flokks Hauka. Hefur spilað sem sóknarmaður og getur leyst allar stöður fremst á vellinum.

Knattspyrnudeild Hauka óskar Tristan innilega til hamingju með valið og óskar honum góðs gengis.

Tristan Snær – Ljósmynd: Hulda Margrét