Kristín Björk, Sara Kartín og Vala Björk í U16

Jörundur Áki Sveinsson landsliðsþjálfari U16 kvenna hefur valið 30 leikmenn til æfinga 15-17 febrúar næstkomandi og eiga Haukar þar 3 fulltrúa. Þær Kristínu Björk Hjaltadóttur, Söru Kartínu Ólafsdóttur og Völu Björk Jónsdóttur.

Þær eru fæddar árið 2005 og eru leikmenn 3.flokks. Kristín er varnarmaður, Sara er miðjumaður og Vala er markmaður.
Gríðalega hæfileikaríkar stelpur sem eiga framtíðina fyrir sér.

Knattspyrnudeild Hauka óskar stelpunum innilega til hamingju með valið og óskar þeim góðs gengis.

Sara Katrín – Ljósmynd: Hulda Margrét

Vala Björk – Ljósmynd: Hulda Margrét

Kristín Björk – Ljósmynd: Hulda Margrét