Srdjan Rajkovic ráðinn inn sem markmannsþjálfari karlaliðsins. Andri Páll og Arnór Gauti koma inn sem sjúkra- og styrktarþjálfarar meistaraflokka félagsins.

Haukar hafa bætt starfsliðið sitt töluvert fyrir komandi sumar.

Srdjan Rajkovic og knattspyrnudeild Hauka hafa gert með sér samning þess efnis að Rajko verði markmannsþjálfari meistaraflokks karla og hefur hann nú þegar hafið störf.
Rajko er 44 ára og hefur spilað hér á Íslandi síðan 1999 spilað 337 leiki með liðum eins og Fjarðabyggð, Þór og KA. Var síðast sem aðstoðarþjálfari hjá Þrótti í Reykjavík.

Rajko kemur með gríðarlega reynslu inní þjálfarateymið og mun verða okkar markmönnum til halds og traust.

Þá hafa knattspyrnudeild Hauka gert samninga við tvo sjúkra- og styrktarþjálfara fyrir meistaraflokka karla og kvenna, þá Andra Pál Ásgeirsson og Arnór Gauta Haraldsson
Andri Páll og Arnór Gauti eru að ljúka grunnnámi (BSc) við sjúkraþjálfunarfræði Háskóla Íslands. Báðir hafa þeir reynslu við þjálfun innan Crossfit og ætla að leggja fyrir sér Íþróttasjúkraþjálfun seinna í náminu. Frábær reynsla fyrir þá drengi og vonandi erum við að byggja upp framtíðar sjúkraþjálfara félagsins enda leggja Haukar mikla áherslu á að vera með framúrskarandi þjálfara innan félagsins og byggja upp hágæða fótboltalið.

Stjórn knattspyrnudeildar Hauka bindur miklar vonir við Rajko, Andra Pál og Arnór fyrir komandi keppnistímabil og býður þá innilega velkomna í félagið.

Srdjan Rajkovic – Ljósmynd Hulda Margrét

Arnór Gauti – Ljósmynd: Hulda Margrét

Andri Páll – Ljósmynd Hulda Margrét