Mikaela í æfingahóp U19 – Berglind og Elín Klara í æfingahóp U17.

Þórður Þórðarson landsliðsþjálfari U19 kvenna hefur valið 25 leikmenn til æfinga 22-24 febrúar næstkomandi og eiga Haukar þar 1 fulltrúa, Mikaelu Nótt Pétursdóttur.
Einnig hefur Jörundur Áki Sveinsson landsliðsþjálfari U17 kvenna hefur valið 26 leikmenn til æfinga 22-24 febrúar næstkomandi og eiga Haukar þar 2 fulltrúa, Berglindi Þrastardóttur og Elínu Klöru Þorkelsdóttur.

Mikaela, Berglind og Elín Klara eru allar á 17 aldursári og eru lykilleikmenn í meistaraflokknum. Gríðalega hæfileikaríkir og fjölhæfir leikmenn sem á framtíðina fyrir sér.

Knattspyrnudeild Hauka óskar stelpunum innilega til hamingju með valið og óskar þeim góðs gengis.

Mikaela Nótt

Mikaela Nótt Pétursdóttir – Ljósm. Hulda Margrét

Berglind Þrastardóttir

Bergling Þrastar – Ljósmynd: Hulda Margrét

Elín Klara Þorkelsdóttir – Ljósmynd: Hulda Margrét