Hafnarfjarðarbær óskar eftir tilboðum í hönnun á knatthúsi Hauka

Hafnarfjarðarbær hefur óskað tilboðum frá hönnunarhópum í verkið “Knatthús Hauka- Hönnunarútboð” en auglýsing þess efnis var birt á vef bæjarins þann 25. febrúar sl. Það er óhætt að segja að þetta eru stórkostlegar fréttir fyrir Knattspyrnufélagið Hauka; iðkendur þess, þjálfara og annað starfsfólk, stuðningsfólk og sjálfboðaliða sem og Hafnarfjörð og íslenska knattspyrnu í heild sinni.

Samkvæmt auglýsingunni nær verkið til hönnunar á knatthúsi sem er 82,5 á breidd og 120 m á lengd ásamt þjónustubyggingu með búningsklefum og tengdum rýmum alls 840 m2. Útboðsgögn verða afhent rafrænt frá og með mánudeginum 1. mars 2021 í gegnum  útboðsvefinn: www.tendsign.is. Tengiliður vegna útboðs ef einhverjar spurningar vakna er Sigurður Haraldsson: siggih@hafnarfjordur.is 

Tilboðum í verkið skal skila í síðasta lagi 26. mars 2021 kl. 14:00 á útboðsvef verksins.

Áfram íþrótta- og heilsubærinn Hafnarfjörður!

DCIM100MEDIADJI_0035.JPG