Áhorfendur á heimaleikjum í handbolta á Ásvöllum eftir áhorfendabann.

Kæri stuðningsmaður,

Eins og við öll höfum upplifað í vetur hefur verið erfitt að fá ekki að mæta á leiki í handboltanum sem hefur verið svo stór hluti af okkar afþreyingu á veturna.

Nú er búið að opna á með reglugerð að áhorfendur megi mæta en með miklum takmörkunum og mjög íþyngjandi kröfum fyrir okkar sjálfboðaliða sem sjá um undirbúning og framkvæmd leikjanna okkar.

Við höfum því tekið þá ákvörðun að eingöngu stuðningsmenn okkar í Haukum í horni, okkar iðkendur og styrktaraðilar deildarinnar gegn framvísun árskorts njóti forgangs.  Vegna fjölda þeirra verða því ekki seldir miðar á okkar leiki fyrr en aðstæður breytast

Alla þurfum við að skrá: nafn, kennitölu og símanúmer.

Meðlimir Hauka í horni eru beðnir um að framvísa meðlimaskírteini og þeir sem þurfa að endurnýja eða nýskrá sig geta gert það á staðnum á sérstökum bás.

Ég vona að þið hafið skilning á aðstæðum sem við erum í en það er engin leið fyrir okkur önnur en að vanda til verka til að geta uppfyllt þær kröfur sem á okkur eru lagðar.

Mjög mikilvægt er að mæta tímalega þar sem aðeins 200 fá aðgang að meðtöldum börnum þar sem mikill tími mun fara í skráningu.

Eingöngu verður gengið inn í salinn af efri hæð fyrir leik en skráning fer fram þar sem miðasala er vanalega.

Núverandi fyrirkomulag gildir þar til annað verður tilkynnt og munum við endurskoða fyrirkomulagið ef rýmkun verður gerð.

Þorgeir Haraldsson
Formaður Handknattleiksdeildar Hauka