Búi Vilhjálmur tekur við 2.flokki karla

Breyting verður núna á þjálfarateymi 2. flokks  karla þar sem vinur okkar Hilmar Trausti hefur óskað eftir því að stíga til hliðar og við starfinu tekur maður sem er okkur að góðu kunnur Búi Vilhjálmur Guðmundsson. Þetta góðri sátt milli Hauka og Hilmars Trausta og viljum við í stjórn knattspyrnudeildar Hauka nota tækifærið og þakka […]

Tumi Guðjónsson til Hauka

Tumi Guðjónsson hefur samið við knattspyrnudeild Hauka og mun spila fyrir félagið til næstu tvö árin. Tumi er 21 árs gamall miðvörður og kemur frá Fram, en hann spilaði sína fyrstu leiki í meistaraflokki með Vængjum Júpiters árið 2017 og á 45 leiki að baki. Spilaði sinn fyrsta leik með Haukum í gær, á sigri […]

Sara Odden áfram í herbúðum Hauka

Sænsk-norska skyttan Sara Odden hefur framlengt samning sinn við Hauka. Sara kom til lið við Hauka frá Svíþjóð haustið 2019 og hefur verið lykilmaður í liðinu síðan. Sara sem er 25 ára hefur látið mikið til sín taka á tímabilinu og er markahæsti leikmaður liðsins ásamt því að vera sterk í miðju varnarinnar. Haukar hafa […]

Lykileikmenn endurnýja samninga við Hauka

Birta Lind er 21 árs vinstri hornamaður sem er uppalin hjá félaginu og hefur á síðustu árum stigið mikið upp og er hún ein af mikilvægustu leikmönnum liðsins þrátt fyrir ungan aldur. Það sem liðið er af tímabilinu hefur Birta Lind verið iðin við markaskorun  og með markahæstu leikmönnum liðsins. Ragnheiður er 26 ára reynslumikill […]

Guðmundur Bragi lánaður til Aftureldingar

Haukar hafa lánað hinn efnilega Guðmund Braga Ástþórsson til Aftureldingar. Guðmundur Bragi hefur verið að fá fleiri og fleiri tækifæri hjá meistaraflokki Hauka ásamt því að vera lykilmaður í U-liði félagsins þar sem hann er einn markahæsti leikmaður Grill 66 deildarinnar. Sökum meiðsla hjá leikmönnum sínum sóttist Afturelding eftir því að fá Guðmund að láni […]

Atalanta kaupir Óliver Steinar af Haukum

Óliver Steinar Guðmundsson hefur skrifað undir þriggja ára samning við ítalska liðið Atalanta. Knattspyrnudeild Hauka samþykkti kauptilboð ítalska liðsins í síðustu viku. Óliver, sem er fæddur árið 2004, er afar efnilegur sóknarsinnaður miðjumaður sem spilaði sinn fyrsta leik með meistaraflokki Hauka á síðasta tímabili og á að baki tvo leiki með U15 ára landsliði Íslands. […]

Ungir og efnilegir leikmenn framlengja við Hauka

Nú á dögunum framlengdu ungir og efnilegir Haukastrákar samninga sína við félagið en þetta eru þeir Guðmundur Bragi Ástþórsson, Jakob Aronsson, Jón Karl Einarsson, Kristófer Máni Jónasson, Magnús Gunnar Karlsson og Þorfinnur Máni Björnsson. Guðmundur Bragi sem er 18 ára miðjumaður og skytta kom vel inn í meistaraflokkslið Hauka áður en Covid pásan skall á […]