Tumi Guðjónsson til Hauka

Tumi Guðjónsson hefur samið við knattspyrnudeild Hauka og mun spila fyrir félagið til næstu tvö árin.

Tumi er 21 árs gamall miðvörður og kemur frá Fram, en hann spilaði sína fyrstu leiki í meistaraflokki með Vængjum Júpiters árið 2017 og á 45 leiki að baki. Spilaði sinn fyrsta leik með Haukum í gær, á sigri á Njarðvík í fotbolti.net mótinu.

Tumi er fljótur og sterkur varnarmaður og mun hann styrkja Hauka gríðarlega.
Stjórn knattspyrnudeildar Hauka fagna nýjum samningi við Tuma og býður hann hjartanlega velkominn í félagið.

Tumi Guðjónsson – Ljósmynd: Hulda Margrét