Viðurkenningahátíð Hauka 2018

Á Gamlársdag verður hin árlega Viðurkenningahátíð félagsins haldin hér í íþróttasalnum.Þar verður lýst kjöri Íþróttamanns Hauka, Íþróttakonu Hauka og þjálfara ársins. Þá verður afreksfólk félagsins kynnt og heiðrað. Hátíðinni lýkur svo með léttum veitingum. Allir eru velkomnir. Hátíðin hefst kl. 12.

Haukar handhafar ÍSÍ bikars 2018

Á Íþrótta- og viðurkenningarhátíð Hafnarfjarðarbæjar var Knattspyrnufélaginu Haukum veittur ÍSÍ bikarinn 2018. Bikarinn er afhentur því félagi eða íþróttadeild sem skarar framúr í félagslegri uppbyggingu, leggur áherslu á að hafa sem flesta menntaða þjálfara, kennir eftir námskrám og nær góðum íþróttalegum árangri. 12. apríl sl. var vígður nýr kennslu- og körfuknattleikssalur í Íþróttamiðstöð Hauka að […]

Sara Björk Gunnarsdóttir kjörin Íþróttamaður ársins 2018

Sara Björk Gunnarsdóttir var í kvöld kjörin íþróttamaður ársins en hún var hlutskörpust í kjöri Samtaka íþróttafréttamanna, sem tilkynnt var um niðurstöður kjörsins við hátíðlega athöfn í Hörpu. Sara Björk sem er 28 ára gömul leikur með Wolfsburg í Þýskalandi en hún er einnig landsliðfyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu. Hún varð í ár þýskalandsmeistari annað […]

Flugeldasala Hauka og Björgunarsveita Hafnarfjarðar á Tjarnarvöllum

Eins og undanfarin ár munu Björgunarsveit Hafnarfjarðar og Knattspyrnufélagið Haukar hafa með sér samvinnu um rekstur á einum af sölustöðum Björgunarsveitarinnar. Sölustaður Hauka er á Tjarnarvöllum og hefst salan þann 28. desember. Styðjum við bakið á félaginu okkar og jafnframt Björgunarsveit Hafnarfjarðar og verslum á Tjarnarvöllum. Með því styrkjum við frábært starf Björgunarsveitar Hafnarfjarðar og […]

Haukar segja upp samning við Matic og semja við Ori Garmizo í staðinn

Dominos deildar lið Hauka hefur sagt upp samningi við Matic Matek og hefur samið við Ori Garmizo í staðinn. Matic þótti ekki standa undir væntingum hjá Haukum og þá sérstaklega sóknarlega. Matic var duglegur leikmaður og fínn varnarmaður en hafði sig lítið frammi í sóknarleiknum, auk þess að Haukaliðið vantaði sárlega líkamlega sterkari leikmann sem […]

Kkd. Hauka og Gámaþjónustan sækja jólatréð heim til þín

Körfuknattleiksdeild Hauka, í samstarfi við Gámaþjónustuna, sækja jólatréð þitt heim að dyrum mánudaginn og þriðjudaginn 7.-8. janúar fyrir aðeins 2000 krónur. Það er ekki mikið mál að nýta sér þjónustuna. Þú sendir póst tölvupóst á kkdhaukar@gmail.com með nafni, heimilisfangi og símanúmeri ásamt millifærslukvittun fyrir miðnætti sunnudaginn 6. janúar og við sækjum mánudaginn og þriðjudaginn 7.–8. […]

Vinningaskrá úr jólahappdrætti kkd. Hauka

Dregið var í jólahappdrætti kkd. Hauka í dag og hér fyrir neðan má sjá vinningaskránna. Haft verður samband við vinningshafa en fyrir frekari upplýsingar má hringja í númerið á miðanum.   Vinningaskrá 1 Gjafabréf í ferð á vegum Gamanferða 421 2 Lavaferðir fyrir 5 með Íshestum 125 3 Árituð Barcelona treyja frá Kára Jónssyni 213 […]

Janine Guijt til liðs við Hauka

Körfuknattleiksdeild Hauka hefur náð samningi við hollenska bakvörðinn Janine Guijt. Janine hefur leikið upp öll yngri landslið Hollands og var nýlega valin í A landsliðið ásamt því að vera í landsliði Hollands í 3 á 3 keppni FIBA. Hún er væntanleg til landsins á milli jóla og nýárs og verður orðin lögleg með Haukum strax […]

Ísold semur við knattspyrnudeild Hauka

Ísold Kristín Rúnarsdóttir hefur gert tveggja ára samning við knattspyrnudeild Hauka en hún kemur til félagsins frá Fylki. Ísold á að baki 36 leiki í meistaraflokki með Fylki, KH og Val en hún er uppalin hjá síðastnefnda liðinu. Hún á einnig að baki 16 leiki með U17 landsliði Íslands og einn leik með U19. Jakob […]