Tveir útileikir í körfunni í kvöld, miðvikudaginn 19. des.

Mfl. karla og mfl. kvenna spila bæði á útivelli í kvöld í síðustu umferðum Dominos deildar karla og kvenna. Kvennaliðð fer á Hólminn og mun spila gegn Snæfelli og hefst leikurinn kl. 19:15. Liðið verður án leikstjórnanda liðsins, Þóru Kristinu Jónsdóttur, en hún meiddist í síðasta leik liðsins, bikarleik á móti Grindavík. Ljóst er að […]

Körfuknattleiksfólk kkd. Hauka 2018

Körfuknattleiksdeild Hauka gerir nú kunngjört valið á þjálfara ársins, körfuboltakonu ársins og körfuboltamanni ársins og munu þessir fulltrúar deildarinnar heyra undir val á íþróttafólki og þjálfara Knattspyrnufélagsins Hauka. Það val fer fram í hádeginu á gamlársdag í hátíðarsal félagsins. Í ár eru það Ingvar Þór Guðjónsson, Þóra Kristín Jónsdóttir og Kári Jónsson sem verða fulltrúar […]

Helena, Kári og Þóra ofarlega í vali á körfuknattleiksfólki ársins

Val á körfuknattleiksfólki ársins á vegum KKÍ fór fram á dögunum þar sem þau Martin Hermannsson og Hildur Björg Kjartansdóttir þóttu hlutskörpust.  Fulltrúar í valinu eru stjórn KKÍ, starfsmenn sambandsins, afreksnefnd og landsliðsþjálfarar allra landsliða KKÍ á árinu 2018. Okkar fólk var áberandi í valinu en Helena Sverrisdóttir var önnur á eftir Hildi og Þóra […]

Stjórn kkd. Hauka þakkar fyrir

Stjórn KKD. Hauka vill koma á framfæri þakklæti til þjálfarateymis og starfsmanna liðs Grindavíkur í bikarleik liðana í gærkvöld. Þegar leikmaður Hauka, Þóra Kristín Jónsdóttir, meiddist undir lok leiks stukku þessir aðila inná völlinn og hlúðu að Þóru, sýndu þeir af sér mikla fagmennsku og samhug. Meiðsli Þóru eru að öllum líkindum ekki eins alvarleg og […]

Síðasti heimaleikur ársins í Olísdeild karla

Þá er komið að síðasta heimaleik ársins. Það hefur ekki gengið sem skildi í síðustu leikjum en strákarnir eru staðráðnir í að enda árið á góðum nótum á sunnudag þegar að KA kemur í heimsókn í Schenkerhöllina kl. 16.30. Allt Haukafólk er hvatt til að taka sér smá frí frá jólaundirbúningnum og skella sér á […]

Fótboltanámskeið í jólafríinu – AskLuka

 Dagana 27. og 28.12. verður fótboltanámskeið á Ásvöllum frá kl. 9-12. Áhersla verður á sendingar og skot. Luka Kostic er knattspyrnuskólastjóri. Skráning fer fram í gegnum ,,mínar síður“ á vef Hafnarfjarðarbæjar. Æfingar við allra hæfi. Fótboltaskóli-um-jólin-2018 (2)

Markvörðurinn Chanté Sandiford semur við knattspyrnudeild Hauka

Markvörðurinn Chanté Sherese Sandiford hefur skrifað undir tveggja ára samning við knattspyrnudeild Hauka. Chanté sem er 28 ára gömul kemur til félagsins frá norska liðinu Avaldsnes sem lék síðastliðið vor í Meistaradeild Evrópu. Chanté lék með Selfossi í Pepsí deildinni árin 2015 og 2016. Hún lék svo með Selfossi í 1.deildinni árið 2017 og hjálpaði […]

Diljá, Sierra og Tara semja við knattspyrnudeildina

Meistaraflokkur kvenna hefur fengið góðan liðsstyrk fyrir komandi keppnistímabil í Inkasso deildinni en í kvöld skrifuðu þær Diljá Ólafsdóttir, Sierra Marie Lelii og Tara Björk Gunnarsdóttir undir samninga við félagið. Tara Björk er Hauka fólki að góðu kunn enda á hún að baki alls 81 meistaraflokks leik með Haukum frá árinu 2012. Tara spilaði lítið […]