Tveir útileikir í körfunni í kvöld, miðvikudaginn 19. des.

Mfl. karla og mfl. kvenna spila bæði á útivelli í kvöld í síðustu umferðum Dominos deildar karla og kvenna.

Kvennaliðð fer á Hólminn og mun spila gegn Snæfelli og hefst leikurinn kl. 19:15. Liðið verður án leikstjórnanda liðsins, Þóru Kristinu Jónsdóttur, en hún meiddist í síðasta leik liðsins, bikarleik á móti Grindavík. Ljóst er að fjarvera hennar veikir liðið töluvert en stelpurnar eru ákveðnar í því að koma grimmar til leiks og ná í góðan útiigur fyrir jólafrí.

Meiðsli Þóru eru sem betur fer ekki eins alvarleg og talið var í byrjun en búast má við henni aftur strax í fyrstu leikjum á nýju ári.

Karlaliðið fer til nágranna okkar í Garðabænum og munu etja kappi við Stjörnuna. Leikurinn hefst kl. 20:15 og verður í beinni á Stöð 2 sport. Liðið hefur spilað án miðherja í síðustu þrem leikjum þar sem búið er að segja upp samningum við Marques og svo hefur Kristjan Leifur verið frá vegan höfuðmeiðsla.
Liðið hefur ekki náð að spila vel síðustu tvo leiki en strákarnir eru ákveðnir í því að sýna sitt rétta andlit í leiknum í kvöld og munu gefa allt í leikinn.

Vinna stendur nú yfir í að finna nýjan leikmann fyrir Marques og ættu vonandi að koma fréttir um það síðar í vikunni.

Áfram Haukar