Haukar segja upp samning við Matic og semja við Ori Garmizo í staðinn

Dominos deildar lið Hauka hefur sagt upp samningi við Matic Matek og hefur samið við Ori Garmizo í staðinn.

Matic þótti ekki standa undir væntingum hjá Haukum og þá sérstaklega sóknarlega. Matic var duglegur leikmaður og fínn varnarmaður en hafði sig lítið frammi í sóknarleiknum, auk þess að Haukaliðið vantaði sárlega líkamlega sterkari leikmann sem gat leyst stöður í kringum teiginn líka.
Matic er toppdrengur og þakka Haukar honum fyrir góð störf fyrir félagið og vonar að hann finni sér nýtt félag sem fyrst.

Ori er 195 cm. framvörður sem getur leyst stöður 3-4 og getur því leyst varnarstöður í kringum teiginn sem hefur sárlega vantað hjá liðinu í síðustu leikjum. Ori var að spila í Þýskalandi með liði Koblenz en hefur fengið sig lausan þaðan og ætti að verða orðin löglegur með Haukum í fyrsta leik á móti Val þann 6. janúar.
Hægt er að sjá syrpu með Ori her

Haukar bjóða Ori velkominn til Hauka en hann er væntanlegur til landsins þann 28. desember.

Deildarmeistara Hauka eru auk þess að ljúka við að semja við nýjan bandarískan leikmann og munu fréttir birtast um það fljótlega.
En fleiri gleðitíðindi eru úr herbúðum liðsins en Kristjan Leifur er allur að braggast eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir fyrr í vetur og hefur haldið honum frá vellinum í síðustu 7 leikjum liðsins. Búist er við þvi að Kristjan geti hafið æfingar núna milli jóla og nýárs.