Ísold semur við knattspyrnudeild Hauka

Ísold Kristín Rúnarsdóttir hefur gert tveggja ára samning við knattspyrnudeild Hauka en hún kemur til félagsins frá Fylki.

Ísold á að baki 36 leiki í meistaraflokki með Fylki, KH og Val en hún er uppalin hjá síðastnefnda liðinu. Hún á einnig að baki 16 leiki með U17 landsliði Íslands og einn leik með U19.

Jakob Leó Bjarnason, þjálfari meistaraflokks kvenna hjá Haukum, segir að Ísold sé öflugur miðjumaður með góða tækni og auga fyrir spili. „Ísold er mjög skapandi leikmaður sem fer vel með boltann og er öflug varnarlega sem og sóknarlega. Ásamt því að vera vinnusöm að þá er hún fjölhæf og drífandi“.

Haukar bjóða Ísold velkomna til félagsins.

Áfram Haukar. Félagið mitt.