Áróra, Viktoría og Karen Helga áfram í herbúðum Hauka til 2016

Haukar hafa framlengt samninga við lykilleikmenn meistaraflokks kvenna í handknattleik en það eru þær Áróra Eir Pálsdóttir, Viktoría Valdimarsdóttir og Karen Helga Díönudóttir.Áróra Eir Pálsdóttir er sterkur línumaður og er í leikmannahópi U20 ára landsliðs Íslands sem keppir á undakeppni HM sem haldin verður á Íslandi í byrjun apríl. Viktoría Valdimarsdóttir leikur sem hægri skytta/horn er markahæsti […]

Haukar sigruðu Val í fjörugum leik

Í gærkvöldi heimsóttu Haukapiltar Valsmenn í 19. umferð Olisdeildarinnar. Leikurinn var hraður og skemmtilegur en oft hefur sést betri varnarleikur og markvarsla hjá báðum liðum. Í fyrri hálfleik virtust Valsmenn vera skrefinu á undan og náðu 3ja marka forystu á 10. mínútu, 6 – 3. Haukar náðu alltaf að laga sinn hlut og á 18. […]

Leikur þrjú er í kvöld – Sigur eða frí

Haukar eru komnir með bakið upp við vegg í 8 liða úrslitum Domino’s deildarinnar en í kvöld halda þeir til Njarðvíkur og nú þýðir ekkert annað en sigur, ellegar heilsar vorið þeim með ókærkomnu sumarfríi frá boltanum. Síðustu tveir leikir hafa verið rosalegir. Báðir hafa þeir endað 84-88 fyrir Njarðvíkingum og mikill hasar út um […]

Vetrarhátíð hjá handboltanum í kvöld

Vetrarhátíð handboltans og Hauka í horni verður haldin í kvöld, föstudaginn 28. mars. Við höfum átt líflegan og skemmtilegan vetur á vellinum og á pöllunum og nú ætlum við að koma saman og eiga góða kvöldstund.Slegið verður upp flottu hófi í veislusalnum þar sem við munum borða góðan mat og tjútta svo meðan mjaðmaliðir leyfa.Húsið […]

Valur – Haukar í Olísdeildinni í kvöld

Í dag, fimmtudag, verður leikin 3ja síðasta umferð Olísdeildar karla og Haukar heimsækja Valsmenn heim. Leikurinn hefst kl. 20:00. Þetta er síðasti útileikur Hauka í deildinni en síðustu tveir leikirnir verða heimaleikir. Haukar og Valur hafa keppt sín á milli nokkrum sinnum í vetur, eða tvisvar í deild og einu sinni í bikar. Fyrsti deildarleikurinn […]

Úrslitaserían hefst á laugardaginn

Hápunktur leiktíðarinnar í Domino‘s deild kvenna er handan við hornið. Úrslitasería Hauka og Snæfells hefst á laugardaginn kl.18 í íþróttahúsinu í Stykkishólmi og það lið sem fyrr sigrar þrjá leiki hlýtur titilinn Íslandsmeistari 2014   Leikir þessara liða hafa verið hin mesta skemmtun í vetur og unnu Haukastelpurnar Snæfellsliðið í bikarúrslitum eins og við vitum […]

Leikur tvö í einvíginu við Njarðvík í kvöld

Haukar taka á móti Njarðvík í öðrum leik liðanna í 8 liða úrslitum Íslandsmótsins. Njarðvíkingar leiða 1-0 en það lið sem fyrr sigrar þrjá leiki fer áfram í undanúrslit. Leikur liðanna á föstudaginn síðasta var hreint út sagt magnaðu og bauð upp á allt sem alvöru körfubolti á að bjóða upp á. Það er ekki […]

Haukar í Nike skóm

Haukar og Icepharma hafa undirritað samning um að meistaraflokkar Hauka leiki í Nike skóm næstu þrjú keppnistímabil og feta þar með í fótsport leikmanna eins og Kobe Bryant og LeBron James.  Haukar eru mjög ánægðir með þennan samning sem tryggir okkar leikmönnum aðgang að bestu körfuboltaskóm sem völ er á. Á myndinni sjást Ragnhildur Rósa Guðmundsdóttir, sölustjóri […]

Stelpurnar töpuðu gegn Fram í hörkuleik

Í gær var leikin lokaumferðin í Olísdeild kvenna og fengu Haukastelpur Fram í heimsókn. Fyrri hálfleikur var spennandi og jafn og skiptust liðin á að hafa forystu og fóru inn í hálfleikinn með stöðuna 11 – 11. Framstúlkur voru yfirleitt skrefinu á undan í seinni hálfleik, en þó náðu Haukastúlkur að jafna þegar u.þ.b. 10 […]