Stelpurnar töpuðu gegn Fram í hörkuleik

Marija Gedroit var markahæst í leiknum gegn Fram í gær með 10 mörkÍ gær var leikin lokaumferðin í Olísdeild kvenna og fengu Haukastelpur Fram í heimsókn. Fyrri hálfleikur var spennandi og jafn og skiptust liðin á að hafa forystu og fóru inn í hálfleikinn með stöðuna 11 – 11. Framstúlkur voru yfirleitt skrefinu á undan í seinni hálfleik, en þó náðu Haukastúlkur að jafna þegar u.þ.b. 10 mínútur voru eftir af leiknum í stöðunni 18 – 18, en þá skoruðu Framstúlkur næstu 4 mörk og úrslitin voru ráðin. Haukar áttu þó síðasta markið og lauk leiknum 19 – 22 fyrir Fram.

Það sem skyldi aðallega á milli liðanna voru tæknifeilar en Haukar gerðu of mikið þeim en sýndu á köflum mjög fína takta, bæði í vörn og sókn.
Marija skoraði flest mörk Haukanna eða 10 alls. Sólveig átti fínan dag í markinu og varði alls 18 bolta. Þetta var síðasta umferðin hjá stelpunum og 7 sætið staðreynd og ljóst er að Haukarnir fá Val í úrslitakeppninni sem verða örugglega hörkuviðureignir. Þar sem Valur á heimaleikjaréttinn verður fyrsti leikurinn í Vodafonehöllinni, líklega 6. apríl n.k.

Áfram Haukar!