Valur – Haukar í Olísdeildinni í kvöld

Adam Haukur Baumruk hefur verið að leika vel í veturÍ dag, fimmtudag, verður leikin 3ja síðasta umferð Olísdeildar karla og Haukar heimsækja Valsmenn heim. Leikurinn hefst kl. 20:00. Þetta er síðasti útileikur Hauka í deildinni en síðustu tveir leikirnir verða heimaleikir. Haukar og Valur hafa keppt sín á milli nokkrum sinnum í vetur, eða tvisvar í deild og einu sinni í bikar. Fyrsti deildarleikurinn var á Hlíðarenda 19. september og þá unnu Valsmenn 27 – 22 (10 – 10). Liðin mættust síðan að Ásvöllum 14. nóvember og endaði sá leikur með jafntefli 27 – 27 (12 -16). Haukar unnu svo Val í dramatískum leik að Híðarenda í 8 liða úrslitum Coca Cola bikarkeppninnar
26 – 27 (15 – 13). Það er því ljóst að hér verður um hörkuviðureign tveggja jafnra liða að ræða. Haukar eru enn á toppi deildarinnar með 29 stig 3 meira en næsta lið. Valsmenn sitja 3ja sæti í 22 stig að loknum 18 umferðum.

Síðustu tveir leikirnir hjá stráknum eru svo gegn Akureyri (10. apríl) og ÍBV (14. apríl), báðir að Ásvöllum. 

Mætum öll og styðum Hauka til sigurs.

Áfram Haukar!