Áróra, Viktoría og Karen Helga áfram í herbúðum Hauka til 2016

Áróra Eir, Viktoría og Karen HelgaHaukar hafa framlengt samninga við lykilleikmenn meistaraflokks kvenna í handknattleik en það eru þær Áróra Eir Pálsdóttir, Viktoría Valdimarsdóttir og Karen Helga Díönudóttir.
Áróra Eir Pálsdóttir er sterkur línumaður og er í leikmannahópi U20 ára landsliðs Íslands sem keppir á undakeppni HM sem haldin verður á Íslandi í byrjun apríl. Viktoría Valdimarsdóttir leikur sem hægri skytta/horn er markahæsti leikmaður Hauka á eftir Mariju Gedroit með tæp 100 mörk í Olísdeildinni í vetur. Karen Helga Díönudóttir er fyrirliði Hauka. Hún er öflugur leikstjórnandi og lykilleikmaður í sóknarleik liðsins.
Áróra, Viktoría og Karen eiga allar fjölda landsleikja með yngri landsliðum Ísland. 

Fyrr í vetur var tilkynnt að Marija Gedroit, sem er markahæsti leikmaður liðsins og að margra mati besta vinstri skytta deildarinnar, hafi framlengt við Hauka til ársins 2016.
Leikmannahópur Hauka er að mestu byggður á  uppöldum leikmönnum sem hafa verið mjög vaxandi í vetur. Haukar munu keppa við Val í 8 liða úrslitum deildarkeppninnar. Miklar kröfur eru gerðar til liðsins á komandi keppnistímabilum enda frábæar efniviður í til staðar.

Frekari frétta af leikmannahópi á næstu dögum.

Áfram Haukar!