Vetrarhátíð hjá handboltanum í kvöld

Ískaldir og flottir Vetrarhátíð handboltans og Hauka í horni verður haldin í kvöld, föstudaginn 28. mars. Við höfum átt líflegan og skemmtilegan vetur á vellinum og á pöllunum og nú ætlum við að koma saman og eiga góða kvöldstund.
Slegið verður upp flottu hófi í veislusalnum þar sem við munum borða góðan mat og tjútta svo meðan mjaðmaliðir leyfa.
Húsið opnar kl. 19:00 og borðhald hefst kl. 20:00. Matseðillinn verður glæsilegur að vanda og er miðaverðið aðeins kr 2.014 (skyndibitaprís á veislumat).
Forréttur:
Léttsteiktur þorskhnakka-teningur með sinnepskaramellu
Aðalréttur:
Djúpmarinerað lambafille með púrtvíns villisveppasósu, borið fram með aðal töffurunum úr grænmetisgarðinum.
Eftirréttur:
Bestu vinir Karíusar og Baktusar með smá dassi af kaffi 

Við hvetjum allt Haukafólk, og þá sem dreymt hefur um að verða Haukafólk, til að mæta og skemmta sér með okkur.
Miðar verða seldir við innganginn. Sjáumst hress í kvöld.

Áfram Haukar!