Haukar mæta HK í kvöld!

Það er þétt spilað í N1-deild karla í handbolta þessa dagana og er þriðji leikurinn á undanfarinni viku á dagskrá í kvöld. Haukar á móti HK í Schenkerhöllinni og hefst leikurinn kl.19:30. Þetta eru, eins og menn eflaust muna, liðin sem mættust í undanúrslitaeinvíginu í úrslitakeppninni um Íslandsmeistaratitilinn í fyrra en þá fóru HK-menn með […]

Haukar með góðan útisigur á Njarvík

Haukastelpur unnu góðan sigur á Njarðvík í kvöld  68 – 63 fyrir Hauka og gefa því ekkert eftir í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni. Á sama tíma töpuðu Valskonur fyrir KR og því munar nú einungsi 2 stigum á liðunum þegar 5 umferðir eru eftir í deildinni.  Leikurinn byrjaði frekar rólega þar sem bæði lið […]

Stórglæsilegt happadrætti hjá mfl.kk í fótbolta

Meistaraflokkur karla í knattspyrnu stendur fyrir happadrætti sem fjáröflun fyrir æfingaferð liðsins í vor. 100 glæsilegir vinningar þ.á.m. LG Nexus 4 sími að verðmæti 100.000 kr og 75.000 kr. inneign hjá Úrval Útsýn. Miðarnir verða til sölu hjá leikmönnum og í afgreiðslunni á Ásvöllum. Smelltu á „lesa meira“ til að sjá hina fjölmörgu vinninga sem […]

Stórleikur á Schenkervellinum í kvöld!

Í kvöld er sannkallaður stórleikur í Deildabikarkeppni karla í fótbolta þegar okkar menn í Haukum taka á móti sigursælasta liði Íslands í knattspyrnu, KR. Það verður forvitnilegt að sjá hvernig okkar strákum, sem leika í 1.deild reiðir af gegn ríkjandi bikarmeisturum KR, sem spila í efstu deild. Það skal tekið fram að frítt er á […]

Sigur á Aftureldingu

Haukar lönduðu erfiðum sigri á Aftureldingu í N1-deild karla í handbolta í gærkvöld á heimavelli þeirra Aftureldingarmanna í Mosfellsbæ, lokatölur urðu 16-13 okkar mönnum í vil. Athugið að þetta eru ekki hálfleikstölur, heldur lokatölur. Eins og markaskorið gefur til kynnar var þetta leikur hinna öflugu varna og skelfilegs sóknarleiks. Það verður seint sagt að Haukar […]

Haukar halda upp í Mosfellsbæ

N1-deild karla heldur áfram í kvöld og halda okkar strákar í Haukum upp í Mosfellsbæ og leika þar við heimamenn í Aftureldingu. Leikur liðanna hefst kl.19:30 og hvetjum við Haukafólk eindregið til að skella sér í 25 km rúnt upp í Mosó og styðja strákana til sigurs!

Aftur á sigurbraut

Haukar eru komnir aftur á sigurbraut í N1-deild karla í handbolta en þeir lögðu Akureyringa í gær 24-20. Sigurinn var raunar mjög öruggur og áttu gestirnir lítin séns í leiknum. Strax í fyrri hálfleik tóku Haukar afgerandi forystu og leiddu í leikhléi með sex mörkum í stöðunni 14-8. Tvö mörk frá Haukum í upphafi seinni […]

Haukar lögðu Keflavík eftir frábæra endurkomu

  Haukastúlkur gerðu sér lítið fyrir og sigruðu nýkrýnda bikarmeistara Keflavíkur í gær, 67-58, í Dominos-deildinni. Sigurinn er þeim mun athyglisverðari fyrir þær sakir að í öðrum leikhluta lenti liðið 18 stigum undir en komu sterkar til baka í þriðja leikhluta og náðu að jafna undir lok leikhlutans. Í fjórða leikhluta var Haukaliðið einfaldlega sterkara […]

Arnar Aðalgeirsson til Hauka á ný

Haukar og Arnar Aðalgeirsson hafa undirritað samning sem gildir yfir næstu tvö keppnistímabil. Arnar, sem uppalinn er hjá Haukum, fór ungur til AGF Arhus í Danmörku en ákvað nú fyrir skömmu að binda enda á tveggja ára dvöl sína þar og snúa aftur heim til að leika með meistaraflokki Hauka. Við erum alsæl að fá Arnar […]

Haukar taka á móti Akureyri á morgun

Á morgun mætast Haukar og Akureyri í N1-deild karla í handbolta. Leikurinn hefst kl.18:00 og fer fram hér í Schenkerhöllinni á Ásvöllum. Ítrekað skal að þetta er óvenjulegur leiktími kl.18:00 vegna flugs hjá þeim Akureyringum.  Báðum liðum hefur gengið bölvanlega upp á síðkastið í deildinni, Haukar hafa tapað tveimur leikjum í röð í deildinni og […]