Arnar Aðalgeirsson til Hauka á ný

Arnar Aðalgeirsson (t.h.) handsalar samning við Jón Björn Skúlason, formann knattspyrnudeilar HaukaHaukar og Arnar Aðalgeirsson hafa undirritað samning sem gildir yfir næstu tvö keppnistímabil. Arnar, sem uppalinn er hjá Haukum, fór ungur til AGF Arhus í Danmörku en ákvað nú fyrir skömmu að binda enda á tveggja ára dvöl sína þar og snúa aftur heim til að leika með meistaraflokki Hauka.

Við erum alsæl að fá Arnar heim aftur og ljóst er að hann styrkir hóp Hauka enda búin að vera í frábæru umhverfi til æfinga og keppni. Arnar hefur þegar leikið með öllum yngri landsliðum Íslands og mikið efni þar á ferð. Arnar mun með hraða sínum ógna hvaða andstæðing sem er og gaman verður að fylgjast með því hvernig hann spjarar sig í 1. deildinni í sumar.

Það er mikið ánægjuefni fyrir Hauka að stærsti hluti leikmanna sem hefur farið frá félaginu á undanförnum tveimur árum hafa snúið til baka í félagið til að hjálpa því að komast aftur í deild þeirra bestu. Óhætt er að segja að frábært andrúmsloft bíði okkar á Schenkervellinum og mikil eftirvænting eftir sumrinu. Velkominn heim Arnar!

Stjórn Knattspyrnudeildar Hauka