Haukar Faxaflóameistarar B-deildar

Haukastúlkur urðu í gærkvöldi Faxaflóameistarar B-deildar eftir 1-1 jafntefli við Álftanes í hreinum úrslitaleik um sigur í mótinu. Bæði lið hafa tekið miklum framförum frá því í fyrra og mátti búast við hörku leik á Shcenkervellinum sem varð raunin. Þrátt fyrir að Haukar væru meira með boltann og líklegri til að skora voru það gestirnir […]

Mögur helgi í handboltanum

Það er óhætt að segja að helgin hjá meistaraflokkum okkar Hauka í handbolta hafi verið mögur. Stelpurnar töpuðu í Strandgötunni 21-26 gegn HK á laugardag en strákarnir töpuðu 21-22 gegn ÍR í Austurbergi. Það gengur ekki alveg sem skyldi þessa dagana hjá okka liðum og nokkrir leikir hafa tapast í röð en þá er enn […]

Handboltaliðin í eldlínunni um helgina

Um helgina er spilað bæði í N1-deildum karla og kvenna, strákarnir ÍR-Haukar spila á sunnudaginn kl. 19:30 í Austurbergi í Breiðholti. Strákarnir vilja eflaust hefna fyrir tapið þar á miðvikudaginn sl. í bikarnum. Stelpurnar spila við HK laugardaginn kl. 16 í Strandgötu. Stelpurnar töpuðu fyrir Stjörnunni með einu marki eftir að hafa verið yfir í […]

Ekkert bikarævintýri í ár

Haukar koma ekki til með að verja bikarmeistaratitil sinn í handbolta, þetta var ljóst eftir 20-24 tap gegn ÍR í 8-lið úrslitum Símabikarsins í gærkvöld. Okkar drengir náðu sér aldrei á strik í leiknum og spiluðu vægast sagt illa í 45 mínútur af þeim 60 sem leikurinn er. Mikið skorti á að einhver leikmaður tæki […]

Stórleikur í bikarnum í kvöld!

Í kvöld fer fram sannkallaður stórleikur í Símabikarkeppni karla í handbolta en þá mæta okkar menn ÍR-ingum í Austurbergi kl.19:00. Haukafólk er frægt fyrir að styðja vel við bakið á sínu liði og er algjör nauðsyn að mæta og styðja strákana í kvöld. Við mælum með því að fólk mæti snemma því ÍR-ingar búast við […]

Fótboltastelpurnar eiga leik í kvöld

Undirbúningstímabilið í fótboltanum er farið á fullt og eiga stelpurnar okkar í Haukum heimaleik í kvöld kl.18:00. Andstæðingurinn er nýstofnað kvennalið Víkings frá Ólafsvík. Lið þeirra Ólafsvíkinga er skipað stelpum víðsvegar af Snæfellsnesi og eftir því sem undirritaður kemst næst eru stelpur í liðinu frá Borgarnesi einnig. Stofnun þessa liðs er enn eitt skrefið í […]

Haukar unnu B-deild fotbolti.net mótsins

Haukar unnu í gærkvöld, Gróttu eftir vítaspyrnukeppni í fotbolti.net mótinu í knattspyrnu. Mót þetta er æfingamót til undirbúnings fyrir sumarið hjá liðum í neðri deildum Íslandsmótsins. Strákarnir hafa byrjað undirbúningstímabilið að krafti og unnið alla sína leiki til þessa sem vonandi og væntanlega veit á gott fyrir sumarið. Nár er hægt að lesa um leikinn […]

Tap gegn FH

Með hverjum sigurleiknum styttist í tapið sagði einhvertíman fróður maður um íþróttir. Sú varð reyndin í gær að Haukar töpuðu sínum fyrsta leik í N1-deild karla í handbolta þennan veturinn þegar FH-ingar komu í heimsókn á Ásvelli og tóku með sér stigin tvö hinu megin í Hafnarfjörð. Það var fyrst og fremst slæm byrjun Hauka […]

Markmenn eru markverðir

Það verður sannkallaður nágrannaslagur í N1-deild karla í handknattleik á laugardaginn þegar Hafnarfjarðarliðin, Haukar og FH mætast í DB Schenker-höllinni, að Ásvöllum.  Leikurinn hefst klukkan 15:00. Hafnarfjarðarliðin eru í tveimur efstu sætum deildarinnar, Haukar í því efsta með 25 stig en FH í 2.sæti með 17 stig. Liðin mættust fyrstu umferðinni 10. nóvember á heimavelli […]

STÓRLEIKUR Á LAUGARDAG!

Haukar í horni, fjölmennum á Ásvelli á laugardaginn!  Stórleikur í Schenkerhöllinni, laugardaginn 9. febrúar kl:15:00 en þá mætast Haukar – FH í N1-deild karla. Boðið verður upp á vöfflur fyrir leik. Mætum snemma og myndum góða stemmingu fyrir leikinn!  kveðja, stjórn Hauka í horni