Aftur á sigurbraut

HaukarHaukar eru komnir aftur á sigurbraut í N1-deild karla í handbolta en þeir lögðu Akureyringa í gær 24-20. Sigurinn var raunar mjög öruggur og áttu gestirnir lítin séns í leiknum. Strax í fyrri hálfleik tóku Haukar afgerandi forystu og leiddu í leikhléi með sex mörkum í stöðunni 14-8.

Tvö mörk frá Haukum í upphafi seinni hálfleiks breyttu svo stöðunni í 16-8 og það bil náðu Akureyringar aldrei að brúa. Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka gat leyft flestum leikmönnum liðsins að spreyta sig og stóðu þeir sig með príði. Lokatölur eins og áður sagði 24-20 og liðið komið aftur á sigurbraut.

Aron Rafn Eðvarðsson var stórkostlegur í marki Hauka og varði á þriðja tug skota, hinu megin vallarins dreyfðist markaskorun nokkuð jaft en markahæstir í liði Hauka voru þeir Gylfi Gylfason og Sigurbergur Sveinsson með sex mörk hvor.

Nánar er hægt að lesa um leikinn og sjá viðtöl við leikmenn með því að smella hér