Haukar lögðu Keflavík eftir frábæra endurkomu

 

Haukastúlkur gerðu sér lítið fyrir og sigruðu nýkrýnda bikarmeistara Keflavíkur í gær, 67-58, í Dominos-deildinni. Sigurinn er þeim mun athyglisverðari fyrir þær sakir að í öðrum leikhluta lenti liðið 18 stigum undir en komu sterkar til baka í þriðja leikhluta og náðu að jafna undir lok leikhlutans.

Í fjórða leikhluta var Haukaliðið einfaldlega sterkara og innbyrgði góðan sigur sem gefur þeim von um sæti í úrslitakeppninni. En eru 12 stig (sex leikir) eftir í pottinum fyrir Haukaliðið og eiga þær eftir að mæta liði Vals sem er fjórum stigum á undan í fjórða sæti deildarinnar. Á móti kemur verða Haukar að treysta á að önnur lið steli stigum af Valsliðinu svo sæti í úrslitakeppninni verði að möguleika.

Leikir Hauka sem eru eftir í deild:
27.2.2013 Njarðvík – Haukar
2.3.2013   Haukar – Snæfell
6.3.2013   Valur – Haukar
13.3.2013 Haukar – Fjölnir
20.3.2013 Haukar – KR
27.3.2013 Grindavík – Haukar

Staðan í deildinni eftir umferð gærkvöldsins:
1. Keflavík  38 stig
2. Snæfell  34 stig
3. KR  28 stig
4. Valur  24 stig
5. Haukar  20 stig
6. Njarðvík  14 stig
7. Grindavík 12 stig
8. Fjölnir   6 stig