Haukar-FH í Strandgötu kl.16:00 á laugardag

Nú er komið að stelpunum í meistaraflokki Hauka að taka á móti vinkonum sínum í FH.  Það er alltaf mikil barátta þegar þessi lið mætast.  Síðast áttu liðin við 20. október á heimavelli þeirra svart/hvítu og þá þurftu Hauka stelpurnar að játa sig sigraðar 21-25 í afar kaflaskiptum leik. Haukar eru þessa stundina í 8. […]

Patrekur Jóhannesson tekur við karlaliði Hauka

Á blaðamannafundi á Ásvöllum nú í hádeginu var tilkynnt um formlega að Patrekur Jóhannesson verður nýr þjálfari þjálfara karlaliðs Hauka í handbolta frá og með 1. júní nk.   Eins og öllum er kunnugt mun núverandi þjálfari Hauka, Aron Kristjánsson láta af störfum næsta vor til þess að einbeita sér að fullu að starfi sínu […]

Stjörnuleikur kvenna

Stjörnuleikur kvenna verður núna á Miðvikudaginn 30. janúar í Toyota höllinni í Keflavík. Haukar eiga þrjá fulltrúa í leiknum. Margrét Rósa Hálfdanardóttir og Siarre Evans voru kosnar af körfuboltaunnendum í byrjunarliðið og Gunnhildur Gunnarsdóttir var svo valin af þjálfurum. Margrét Rósa og Evans láta sér ekki nægja að taka þátt í leiknum, heldur munu þær […]

Erfið helgi í handboltanum

Haukar máttu þola erfiða helgi í handboltanum um helgina. Meistaraflokkur karla laut í gólf gegn Fram 17-22. Tveir leikmenn úr liði Hauka, þeir Freyr Brynjarsson og Elías Már Halldórsson fengu að líta rauða spjaldið í lok leiks. Þeir munu þó skv. heimildum heimasíðunnar ekki fara í leikbann. Nánar má lesa um leikinn hér Ekki var […]

Haukasigur gegn HK

Haukar unnu nokkuð þæginlegan 4-1 sigur gegn 2.deildarliði HK í Fótbolti.net mótinu sem fram fór í gærmorgun, í Kórnum. Alexander Freyr Sindrason, Ásgeir Þór Ingólfsson og Magnús Páll Gunnarsson skoruðu mörk Hauka, en Magnús Páll skoraði tvö mörk. Haukar hafa því unnið fyrstu tvö leikina í riðlinum, en síðasti leikur liðsins í riðlinum er gegn […]

Haukar leika í Deildarbikarnum um helgina

Úrslitakeppnin um Deildarbikarinn svokallaða, þar sem fjögur efstu lið N1-deildar karla í handbolta leika um sérstakan bikar, fer fram um helgina. Haukar mæta Fram í undanúrslitum á laugardag kl.14:00. Strax á eftir mætast svo FH og Akureyri í hinum undanúrslitaleiknum. Á sunnudaginn fer úrslitaleikurinn svo fram kl.14:00. Allir leikirnir fara fram í Íþróttahúsinu við Strandgötu. […]

Haukar taka á móti Gróttu á þriðjudag

Á morgun, þriðjudag taka Haukastelpur á móti Gróttu í Schenkerhöllinni á Ásvöllum í Símabikarkeppni kvenna í handbolta. Símabikarinn er sem sagt heiti á bikarkeppni HSÍ næstu árin. Við vekjum sérstaklega athygli á því að leikurinn fer fram í Schenkerhöllinni en ekki í Strandgötu (þar sem heimaleikirnir í deildinni fara fram). Leikurinn hefst kl.19:30. Mætum öll […]

Góð fótboltahelgi að baki hjá meistaraflokkum Hauka

Ekkert vantaði upp á að nóg væri að gera á Schenkervellinum um helgina en meistaraflokkar Hauka léku þar samtals þrjá leiki. Það voru strákarnir sem riðu á vaðið og léku gegn Tindastól á föstudagskvöld í leik sem liður er í Fotbolta.net mótinu. Í stuttu máli sagt unnu Haukar 1-0 með marki frá Brynjari Benediktssyni í […]

Tap gegn Selfoss

Haukar mættu Selfosi um helgina í N1-deild kvenna í handbolta. Leikið var í fyrsta skipti í vetur í Íþróttahúsinu við Standgötu, nýjum heimavelli Haukastúlkna, en þar munu þær leika heimaleiki sína það sem eftir er vetrar. Selfoss var fyrir leikinn í neðsta sæti deildarinnar með 4 stig en okkar stúlkur voru í níunda sæti deildarinnar […]

Strákarnir okkar – áfram Ísland!

Nú þegar leikur landsliðs Íslands og Katar er nýlega hafinn er gaman að vitna í jákvæða frétt í blaðinu Hafnarfjörður sem kom út í dag, en blaðið getur þess að í landsliði Íslands séu níu einstaklingar sem hafa leikið með hafnfirskum liðum í handknattleik.  Haukar geta vel við unað, en af  þessum  níu einstaklingum eru […]