Haukasigur gegn HK

HaukarHaukar unnu nokkuð þæginlegan 4-1 sigur gegn 2.deildarliði HK í Fótbolti.net mótinu sem fram fór í gærmorgun, í Kórnum. Alexander Freyr Sindrason, Ásgeir Þór Ingólfsson og Magnús Páll Gunnarsson skoruðu mörk Hauka, en Magnús Páll skoraði tvö mörk.

Haukar hafa því unnið fyrstu tvö leikina í riðlinum, en síðasti leikur liðsins í riðlinum er gegn Njarðvík, 1.febrúar í Reykjaneshöllinni.

 

Alexander Freyr kom Haukum yfir í leiknum, 1-0 eftir hornspyrnu, en boltinn datt fyrir fætur Alexanders Freys rétt fyrir utan teig og skot hans hnitmiðað upp í þaknetið. 

 

Ásgeir Þór Ingólfsson bætti við öðru marki fyrir Hauka, einnig með skoti rétt fyrir utan teig, óverjandi fyrir markmann HK-inga.

Magnús Páll Gunnarsson kom síðan inn á í hálfleik og var ekki lengi að setja mark sitt á leikinn, en hann skoraði tvö skalla mörk í seinni hálfleik. Í millitíðinni hafði HK minnkað muninn í 3-1.

Sjáðu stöðuna í riðlinum hér