Faxaflóamót kvenna: Haukar taka á móti Keflavík

Á morgun, laugardaginn 19. janúar hefja Haukar leik í Faxaflóamóti meistaraflokks kvenna í knattspyrnu. Haukar taka þá á móti Keflvíkingum og hefst leikurinn stundvísilega kl.13:00 á Schenkervellinum á Ásvöllum. Haukastelpur hafa hingað til leikið fjóra æfingaleiki. Þær byrjuðu gegn Fjölni þar sem 1-3 tap var niðurstaðan, því næst komu þrír sigurleikir 7-1 gegn Tindastól, 3-1 […]

Haukar – Tindastóll í Fótbolti.net mótinu í kvöld

Sú geysivinsæla knattspyrnusíða, Fótbolti.net hefur haldið æfingamót á þessum árstíma síðustu þrjú ár, fyrir félög í efstu deild sem ekki leika í Reykjarvíkurmótinu. Í ár hafa þeir hinsvegar stækkað mótið og gert svokallaða „B-deild“, fyrir þau félög í 1. og 2.deild sem ekki leika í Reykjarvíkurmótinu. Haukar eru þar meðal keppnisliða og mæta Tindastól í […]

Önnur spurning fyrir Pub Quiz

Hér er önnur spurning fyrir Pub Quiz-ið sem fer fram í kvöld eftir leik Hauka og FSu. Rétt svar getur fært þínu liði auka stig og svarið verður birt í kvöld. ATH þetta á við um leikmenn í efstu deild karla.

N1 deild kvenna – leikir fluttir frá Ásvöllum í Íþróttahúsið við Strandgötu.

Haukar hafa tekið til þess ráðs að færa leiki félagsins  í N1 deild kvenna í handknattleik í Íþróttahúsið við Strandgötu. Ástæða þessa er mikið álag á íþróttahúsið á Ásvöllum, en segja má að Íþróttamiðstöðin sem tekin var í notkun árið 2001 geti nú vart annað  þeirri eftirspurn sem er eftir æfingum og leikjum. Að sjálfsögðu […]

Sigurgangan stöðvuð

Haukar kíktu í heimsókn til Snæfells í gærkvöldi í 17. umferð Dominosdeildar kvenna. Fyrir leikinn voru Haukar með þrjá sigurleiki í röð, eftir góða sigra gegn Reykjanesliðunum Grindavík, Keflavík og Njarðvík, en fjórir urðu þeir ekki. Snæfell voru of sterkar í þriðja leikhlutanum og munurinn hreinlega of mikill fyrir Hauka til að elta. Siarre Evans […]

Góð frammistaða gegn Val dugði ekki til

Haukastelpur mættu í gærkvöld hinu feyki öfluga liði Vals í N1-deild kvenna í handbolta. Leikið var á Hlíðarenda og fór svo að Valsstúlkur höfðu sigur 32-26 sem teljast nú bara fín úrslit fyrir Haukaliðið sem er kornungt og lítið reynt gegn eins og áður sagði gríðarlega öflugu liði Vals. Okkar stelpur voru liði sínu til […]

Veist þú svarið?

Nú styttist í leik Hauka og FSu sem fer fram á föstudaginn í Schenker-höllinni kl. 19:15. Að leik loknum fer fram Pub Quiz upp á palli og við ríðum á vaðið með fyrstu spurninguna sem gæti fært þínu liði auka stig fyrir rétt svar. Svarið við spurningunni mun koma í ljós á föstudaginn.  

Íslenska landsliðið í beinni

HM í handbolta heldur áfram í beinni á stóru tjaldi á Ásvöllum. Ísland-Makedónía kl.16:55 í dag (þriðjudag) Ísland-Danmörk kl.19:10 (miðvikudag) Ísland-Katar kl.16:55 (föstudag) Sýningarstjóri er Sigurjón Bjarnason, formaður handknattleiksdeildar og ku hann einnig fara á kostum með sérfræðiáliti sínu á leikjum Íslands. Við hvetjum allt Haukafólk til þess að koma saman og horfa á leiki […]

Íþróttamaður Hauka – myndir

Eins og flestu Haukafólki er kunnugt var Viðurkenningarhátíð fyrir árið 2012 haldin fyrir rúmum hálfum mánuði þar sem Stefán Rafn Sigurmannsson var kjörinn Íþróttamaður Hauka, Guðrún Ósk Ámundadóttir var kjörin Íþróttakona Hauka og Aron Kristjánsson var kjörinn þjálfari Hauka. Einnig var fjölda iðkenda afhentar viðurkenningar fyrir að hafa tekið þátt í landsliðsverkefnum á árinu ásamt […]