Tap gegn Selfoss

HaukarHaukar mættu Selfosi um helgina í N1-deild kvenna í handbolta. Leikið var í fyrsta skipti í vetur í Íþróttahúsinu við Standgötu, nýjum heimavelli Haukastúlkna, en þar munu þær leika heimaleiki sína það sem eftir er vetrar. Selfoss var fyrir leikinn í neðsta sæti deildarinnar með 4 stig en okkar stúlkur voru í níunda sæti deildarinnar með 8 stig.

Leikurinn var því augljóslega mjög mikilvægur í baráttu liðanna í neðri hlutanum. Svo fór því miður að það voru gestirnir sem höfðu sigur 27-25 en Haukar leiddu í hálfleik 11-10. Haukastelpur færðu því nær botninum með þessu tapi en þetta unga og feykilega efnilega lið hefur svo sannarlega burði til að rífa sig upp aftur fyrr en síðar.

Mörk Hauka: Marija Gedroit 10, Viktoría Valdimarsdóttir 3, Gunnhildur Pétursdóttir 3, Karen Helga Sigurjónsdóttir 2, Agnes Ósk Egilsdóttir 2, Áróra Eir Pálsdóttir 2, Díana Ágústsdóttir 2, Herdís Hallsdóttir 1.