Fjögurra marka sigur á ÍR

Haukar unnu í gær góðan sigur á ÍR-ingum á útvelli í N1-deild karla í handbolta. Leikurinn fór fram í Austurbergi í Breiðholti og var mikil stemmning og vel mætt á völlinn hjá Breiðhyltingum enda langt síðan þeir léku síðast í efstu deild. Stemmningin var með ÍR-ingum í byrjun og voru þeir sterkari aðilinn framan af […]

Stórleikur á morgun! ÍR-Haukar

Á morgun er einn af stóru leikjum handboltans hjá mfl. karla er þeir fara upp í Austurberg og mæta nýliðum ÍR. Þótt ÍR hafi komið upp úr 1 deild fyrir þessa leiktíð er ljóst að þeir ætla sér að vera í toppbaráttu í vetur. Ingimundur Ingimundarson, Sturla Ásgeirs, Sigurjón Björns og fyrrum félagi okkar Bjöggi […]

Reykjanesmótið klárað, Bóbómótið næst á dagskrá

Haukar hafa lokið þátttöku í Reykjanesmóti karla en liðið spilaði fimm leiki í mótinu þar sem það sigraði einn leik en tapaði fjórum. Liðin sem tóku þátt í mótinu voru Stjarnan, Grindavík, Keflavík og Njarðvík, sem öll leika í Domino‘s deildinni og svo Haukar og Breiðablik sem leika í 1. deild. Haukar unnu lið Breiðabliks […]

Sverrir og Katrín mikilvægust, Sara Rakel knattspyrnumaður Hauka

Lokhaóf meistaraflokka Hauka í knattspyrnu fór fram sl. laugardag á Ásvöllum og heppnaðist afar vel. Að venju voru veitt verðlaun fyrir mikilvægustu leikmenn beggja flokka, einnig þá efnilegustu og loks var valinn knattspyrnumaður Hauka fyrir árið 2012. Mikilvægasti leikmaður í meistaraflokki karla: Sverrir Garðarsson Efnilegastur í meistaraflokki karla: Gunnlaugur Fannar Guðmundsson Mikilvægasti leikmaður í meistaraflokki […]

Sigur á Fram í fyrsta leik

Strákarnir okkar hófu tímabilið í N1-deild karla í handbolta með öruggum sigri á Fram í Schenkerhöllinni Ásvöllum í kvöld. Lokatölur leiksins urðu 31-24 eftir að staðan í hálfleik var 20-11 okkar mönnum í hag. Strákarnir slökuðu kannski full mikið á í seinni hálfleik en að því undanskyldu var leikur liðsins góður og niðurstaðan eins og […]

Minnum á leikinn í kvöld

Við minnum aftur á leik Hauka og Fram í N1-deild karla í handbolta í kvöld. Leikurinn fer fram kl.19:30 í Schenkerhöllinni Ásvöllum og er þetta fyrsti leikurinn í deildinni þetta haustið. Haukum hefur verið spáð efsta sæti deildarinnar af mörgum en Frömmurum er spáð frekar neðarlega. Það er hins vegar morgunljóst að ekkert vanmat dugir […]

Snæfellsstúlkur í heimsókn í dag

Haukastelpur taka á móti Snæfelli í dag í lokaleik sínum í Lengjubikar kvenna. Með sigri geta Hauka tryggt sér sæti í úrslitaleiknum á fimmtudag en þó þurfa úrslit úr öðrum leikjum að vera hagstæð. En þó verða Haukar að vinna í dag til að eiga möguleika á sæti í úrslitum. Leikurinn hefst kl. 16.30 í […]

Stjarnan fór með öll stigin úr Schenker-höllinni

Haukar tóku á móti Stjörnunni á fimmtudagskvöld í Reykjanesmóti karla. Eftir jafnan fyrsta leikhluta þar sem Stjarnan leiddi með aðeins fjórum stigum áttu Haukar í miklum vandræðum í öðrum leikhluta. Stjarnan keyrði upp muninn og leiddi í hálfleik 29-52. Strákarnir gerðu heiðarlega tilraun í seinni hálfleik til að minnka muninn og unnu t.a.m. bæði þriðja […]

Handboltavertíðin að hefjast!

Nú strax eftir helgi fara N1-deildirnar í handbolta karla og kvenna í gang. Bæði karla og kvennalið Hauka eiga heimaleiki í fyrstu umferð. Strákarnir mæta Fram á mánudag kl.19:30 en stelpurnar taka á móti Val kl.19:30 á þriðjudag. Allir á völlinn!

Uppskeruhátið skokkhóps Hauka

Hin stórfenglega uppskeruhátíð Skokhóps HAUKA er að bresta á!!!! Vel yfir 70 manns hafa nú þegar boðað komu sína. Við hittumst kát og hress á föstudagskvöld (21. Sept) á Ásvöllum (Forsalnum) kl. 20:00. Við mætum í okkar fínasta pússi……..í þetta eina skipti er hlaupafatnaður bannaður! Við mætum mörg hver með matföng af fjölbreyttustu sort. Við […]