Fjögurra marka sigur á ÍR

HaukarHaukar unnu í gær góðan sigur á ÍR-ingum á útvelli í N1-deild karla í handbolta. Leikurinn fór fram í Austurbergi í Breiðholti og var mikil stemmning og vel mætt á völlinn hjá Breiðhyltingum enda langt síðan þeir léku síðast í efstu deild.

Stemmningin var með ÍR-ingum í byrjun og voru þeir sterkari aðilinn framan af en þó voru okkar drengir ekki mjög lengi að jafna metin og komast yfir. Í hálfleik höfðu Haukar tveggja marka forystu.

Í síðari hálfleik var það sama upp á teningnum allt þar til tíu mínutur voru til leiksloka en þá jókst forysta Hauka í fimm mörk og sigurinn innan seilingar. Svo fór að lokum að fjögurra marka sigur 28-24 vannst.

Stefán Rafn Sigurmannsson var stórkostlegur í leiknum og skoraði 12 mörk úr 16 skotum en þess utan dreyfðist markaskorun liðsins vel. Aron Rafn Eðvarðsson varði 12 skot í markinu en Giedrinus Morkunas 2.

Nánari umfjöllun um leikinn og viðtöl við þjálfara og leikmenn er hægt að nálgast með því að smella hér. Einnig bendum við á hina stórskemmtilegu síðu www.handbolti.org , þar er einnig hægt að lesa ítarlega um leikinn og sjá viðtöl.